472. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 3. febrúar 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00
Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kjartan M. Kjartansson bæjarstjóri, í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir og fundarritari var Hrefna Gunnarsdóttir.
1. Fundargerðir bæjarráðs 22/1 og 29/1 2015 (2015010022)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Böðvar Jónsson, Baldur Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Kristinn Jakobsson og Guðbrandur Einarsson.
Böðvar Jónsson lagði fram spurningar varðandi kostnað við ráðningarferli, biðlaunarétt og breytingar á skipuriti Reykjanesbæjar og óskaði eftir að tekið verði fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi 17. febrúar.
Kristinn Jakobsson óskaði eftir svörum sem hann lagði fyrir á bæjarstjórnarfundi varðandi greinargerð sem var lögð fyrir á fundi BS. Forseti sagði að greinargerðin væri í vinnslu og því ekki hægt að afhenda.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð Atvinnu- og hafnarráðs 21/1 2015 (2015010547)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kristinn Jakobsson, Friðjón Einarsson, Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Kjartan M Kjartansson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
3. Fundargerð Fjölskyldu- og félagsmálaráðs 12/1 2015 (2015010174)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Kristinn Jakobsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs 28/1 2015 (2015010113)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Böðvar Jónsson og Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
5. Fundargerð stjórnar DS 18/12 2014 (2014011012)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
6. Fundargerð SSS 21/1 2015 (2015010698)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram. Til máls tóku Böðvar Jónsson, Gunnar Þórarinsson, Kristinn Jakobsson og Árni Sigfússon.
7. Fyrirspurn Kristins Jakobssonar fulltrúa Framsóknarflokks (2015010814)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kristinn Jakobsson og Kjartan M Kjartansson.
Fleira ekki gert og fundi slitið.