477. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 21. apríl 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00
Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Davíð Páll Viðarsson varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.
1. Fundagerðir bæjarráðs 9/4 og 16/4´15 (2015010022)
Forseti gaf orðið laust um fundagerðirnar.
Fundagerðirnar samþykktar 11-0, án umræðu.
2. Fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs 13/4´15 (2015010174)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Árni Sigfússon og Kjartan M Kjartansson.
Bókun frá Kristni Þ Jakobssyni Framsóknarflokki.
Geri tillögu um að eftirleiðis verði í fundagerðum Fjölskyldu- og félagsmálaráðs (velferðarráðs) Reykjanesbæjar undir liðnum tölfræði FFR greint frá, eins og hefur verið, upphæðum sem félagsmálasvið (velferðarsvið) greiðir út vegna fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubót. Einnig verði greint frá miðgildi, meðaltali og tíðasta gildi þessara útgjaldaliða. Með þessu geta lesendur fundargerðanna glöggvað sig betur á upphæðunum sem greiddar eru út í hverjum mánuði og þróun þeirra og breytingum.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 14/4´15 ( )
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Árni Sigfússon og Kjartan M Kjartansson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð menningarráðs 9/4´15 (2015010095)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson og Anna Lóa Ólafsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
5. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 8/4´15 (2015010113)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Magnea Guðmundsdóttir. Kristinn Þ Jakobsson og Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
6. Fundargerð stjórnar SSS 15/4´15 (2015010698)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Kristinn Þ Jakobsson og Gunnar Þórarinsson.
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð stjórnar SS 15/4´15 (2015010510)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kristinn Þ Jakobsson.
Kristinn Þ Jakobsson óskaði eftir að bókað yrði þakklæti til starfsmanna, stjórnanda og stjórnar Kölku.
Fundargerðin lögð fram.
8. Ársreikningur Reykjanesbæjar og stofnana hans 2014 - fyrri umræða (2015040177)
Ársreikningurinn verður lagður fram á fundinum
Forseti gaf Kjartani M Kjartanssyni orðið. laust. Fór hann yfir ársreikninga Reykjanesbæjar og stofnana hans.
Til máls tóku Friðjón Einarsson, Kristinn Þ Jakobsson, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson.
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í tengslum við framlagningu ársreiknings Reykjanesbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn, bendir meirihluti bæjarstjórnar á að gripið er til nauðsynlegra varúðarniðurfærslna sem gera það að verkum að rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs er neikvæð sem nemur 4,8 milljörðum króna. Farið er í miklar einskiptisaðgerðar við niðurfærslu eigna vegna óvissu um raunverulegt verðmæti þeirra. Þar á meðal er víkjandi lán sem Reykjaneshöfn skuldar Reykjanesbæ upp á 3 milljarða króna, 637 milljóna króna varúðarniðurfærsla svokallaðs Magma bréfs, sem tengist ógreiddum eftirstöðvum á sölu Reykjanesbæjar á hlut sínum í HS-Orku hf. Einnig eru gerðar 353 milljóna króna varúðarniðurfærslur á óinnheimtum kröfum vegna uppsafnaðra ógreiddra gjalda s.s. útsvars o.fl. Hlutafjáreign bæjarsjóðs í Íslendingi ehf. er færð niður að fullu eða um rúmar 109 milljónir króna auk þess sem uppgjör á hlut bæjarins í nokkurra ára uppsöfnuðum halla Brunavarna Suðurnesja upp á 110 milljónir króna er gjaldfærður vegna stofnunar byggðasamlags um brunavarnir.
Á móti kemur hækkun á áður niðurfærðu stofnfé Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja sf. upp á 129 milljónir króna en tekist hefur að snúa rekstri hennar við á undanförnum misserum.. Þá er rekstur bæjarfélagsins jákvæður síðustu mánuði og sést svart á hvítu að Sóknin, áætlun um viðsnúning í rekstri, er að skila sér og gott betur. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til síðustu mánuði eru að bera árangur og viðræðum við lánadrottna um endurútreikning lána miðar áfram.
Að öðru leyti er hefðbundinn rekstur A-hluta bæjarsjóðs í járnum. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld er neikvæður um 2,7 milljónir. Fjárhagsáætlun með viðaukum gerði hins vegar ráð fyrir kr. 201 milljón króna rekstrarafgangi. Helsta skýring þessarar breytingar er ófyrirséð hækkun lífeyrisskuldbindinga upp á 213 milljónir króna sem og varúðarniðurfærsla vegna útsvarstekna.
Rekstrartekjur A-hluta bæjarsjóðs urðu rúmir 9,7 milljarðar, eða um 100 milljónum króna hærri en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir þrátt fyrir varúðarniðurfærslu útsvarstekna, en rekstrargjöld námu rúmum 9,7 milljörðum, eða rúmum 300 milljónum króna yfir áætlun. Þar af eru lífeyrisskuldbindingar um 213 milljónum króna hærri en áætlað var, sem þýðir að rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármunatekjur og -gjöld varð rúmlega 213 milljónum króna verri en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrartekjur samstæðunnar þ.e. A-hluta bæjarsjóðs og B-hluta stofnanna (HS Veitur, Reykjaneshöfn, Fasteignir Reykjanesbæjar, Fráveita Reykjanesbæjar o.fl.) námu alls 16 milljörðum króna, rekstrargjöld námu alls 13,5 milljörðum króna og rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-huta því jákvæð um tæpa 2,6 milljarða króna fyrir afskriftir og fjármunatekjur og fjármagnsgjöld. Rekstrarniðurstaða samstæðu að teknu tilliti til fjármagnsliða, óvenjulegra liða, skatta og hlutdeild minnihluta er 1.728 milljónir króna.
Enn ríkir óvissa um rekstrarafkomu Reykjaneshafnar. Ráðist hefur verið í kostnaðarsama uppbygginu hafnaraðstöðu og lóða í Helguvík sem óvíst er hvenær muni skila sér. Fyrirhugað álver Norðuráls er enn í biðstöðu en framkvæmdir við byggingu kísilvers United Silicon eru hafnar og starfsleyfi annars kísilvers, Thorsil, er til umfjöllunar hjá Umhverfisstofnun. Í áætlunum sínum gerir Reykjaneshöfn aðeins ráð fyrir þeim verkefnum, sem góðar líkur eru á að skapi tekjur til framtíðar. Miðað við núverandi tekjur Reykjaneshafnar eru litlar líkur á að höfninni takist að endurgreiða Reykjanesbæ kr. 3 milljarða víkjandi lán og því er það fært niður í efnahagsreikningi A-hluta bæjarsjóðs. Ef bjartsýnustu spár og áætlanir hafnarinnar ganga eftir gæti þetta breyst. Þá mun krafan aftur verða færð inn í efnahagsreikning A-hluta Reykjanesbæjar líkt og gert er nú með stofnfé Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja.
Áðurnefndar niðurfærslur eigna Reykjanesbæjar hafa ekki áhrif á skuldastöðu sveitarfélagsins. Skuldir lækka um 900 milljónir í A-hluta bæjarsjóðs en hækka um tæpar 400 milljónir í samstæðureikningi. Ástæða hækkunar hjá samstæðu er m.a. vegna þessa að verið er að flytja skuldir vegna nýs hjúkrunarheimilis við Nesvelli úr A-hluta yfir í sérstakt uppgjör í B-hluta. Skuldaviðmið samstæðunnar lækkar úr 248,5% í 232,6% en það þarf að vera komið undir 150% fyrir lok árs 2022.
Árni Sigfússon bað um fundarhlé og var það samþykkt.
Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ánægjulegt er að hefðbundinn rekstur Reykjanesbæjar hefur verið í samræmi við áætlanir á árinu 2014 og mikilvægt að Sóknin sé áfram sameiginlegt verkefni allrar bæjarstjórnar.
Einkenni þessa ársreiknings eru gríðarlegar niðurfærslur eigna. Slíkar niðurfærslur eru gerðar vegna varúðarsjónarmiða en eru alls ekki „nauðsynlegar“ þó að þær geti sumar verið skynsamlegar. Þannig er skuld hafnarinnar gagnvart Reykjanesbæ sem koma á til greiðslu eftir 12 ár færð niður í bókum bæjarsjóðs sem ekki er gerður ágreiningur um þó vissulega eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar fram að þeim tíma. Aðrar niðurfærslur eigna svo sem vegna svokallaðs Magma-bréfs eru hins vegar mikið álitamál þar sem gengið er út frá því að greiðendur bréfsins muni hugsanlega ekki standa við gerða samninga. Þá eru varúðarniðurfærslur vegna eignarhluta Reykjanesbæjar í öðrum félögum mikið álitamál og síst „nauðsyn“ í þessum ársreikningi.
Ánægjulegt er að skuldahlutfall og skuldaviðmið hafa lækkað eins og gert var ráð fyrir í bæði upprunalegri áætlun ársins sem og endurskoðaðri áætlun og veltufé og handbært fé frá rekstri er jákvætt.
Samþykkt 11-0 að vísa ársreikningnum til síðari umræðu 5. maí n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið.