481. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 16. júní 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00
Mættir : Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varamaður, Kristján Jóhannsson varamaður, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson ritari og í forsæti var Anna Lóa Ólafsdóttir.
1. Fundargerðir bæjarráðs 4/6 og 11/6´15 (2015010022)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson og Kristinn Þór Jakobsson Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð barnaverndarnefndar 1/6´15 (2015010018)
Forseti gaf orðið laus um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 2/6´15 (2015030409)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 10/6´15 (2015010113)
Forseti gaf orðið laust.um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
5. Fundargerð stjórnar SSS 11/6´15 (2015010698)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson og Gunnar Þórarinsson Fundargerðin lögð fram.
6. Sumarleyfi bæjarstjórnar (2015060230)
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir frá 17. júní til 13. ágúst n.k. Næsti bæjarstjórnarfundur verður þriðjudaginn 18. ágúst 2015 Tillagan samþykkt 11-0 án umræðu.
7. Tilnefning aðal- og varafulltrúa í fræðsluráð fyrir Samfylkinguna (2015060240)
Gunnar H. Garðarsson hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum í fræðsluráði. Tillaga kom um Margréti Blöndal sem aðalmann og Hörpu Eiríksdóttur sem varamann og voru þær sjálfkjörnar.
8. Kosningar til eins árs í bæjarstjórn og bæjarráð 2015 (2015060231)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Anna Lóa Ólafsdóttir og Friðjón Einarsson.
Kosningar til eins árs
Bæjarstjórn:
Forseti bæjarstjórnar: Uppástunga kom um Önnu Lóu Ólafsdóttur og var hún sjálfkjörin.
Varaforseti: Uppástunga kom um Elínu Rós Bjarnadóttur og var hún sjálfkjörin.
2. varaforseti: Uppástunga kom um Magneu Guðmundsdóttur og var hún sjálfkjörin.
2 skrifarar: Uppástunga kom um Guðnýju B. Guðmundsdóttur og Böðvar Jónsson og voru þau sjálfkjörin
2 varaskrifarar: Uppástunga kom um Baldur Guðmundsson og Guðbrand Einarsson og voru þeir sjálfkjörnir.
Bæjarráð:
Uppástunga kom um aðalmenn Gunnar Þórarinsson, Guðbrand Einarsson, Friðjón Einarssonar, Árna Sigfússon og Böðvar Jónsson og voru þeir sjálfkjörnir.
Varamenn þeirra skv. 2. mgr. 44. gr. samþykkta um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, eru kjörnir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar af sama framboðslista í þeirri röð sem þeir skipuðu listann þegar kosið var til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.