482. fundur

18.08.2015 00:00

482. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 18. ágúst 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00

Mættir : Böðvar Jónsson, aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon, aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson, aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson, aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson, aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson, aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson, aðalbæjarfulltrúi, Anna Lóa Ólafsdóttir, aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir, aðalbæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson, ritari, Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti

1. Fundagerð bæjarráðs 13/8 '15 (2015010022)

Forseti gaf orðið laust um fundargerð bæjarráðs frá 13/8'15 svo og fundargerðir bæjarráðs í sumarfríi bæjarstjórnar.  Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu

2. Fundargerð velferðarráðs 10/8 ´15 (2015010174)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson,Kjartan Már Kjartansson og Guðbrandur Einarsson.  Fundargerðin samþykkt 11-0,


3. Fundargerð barnaverndarnefndar 10/8´15 (2015010018)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Fundargerðin lögð fram án umræðu.

4. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs 12/8 ´15 (2015010113)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.  Til máls tók Kristinn Þór Jakobsson  Fundargerðin samþykkt 11-0

5. Ósk um ársleyfi bæjarfulltrúa og lausn sem forseti bæjarstjórnar  (2015080124)

Tímabundið leyfi Önnu Lóu Ólafsdóttur  til eins árs frá 1. september til 31.ágúst 2016 sem bæjarfulltrúa  ásamt lausn frá stöfum forseta bæjarstjórnar frá 1. september nk. samþykkt 11-0.  Kosning forseta bæjarstjórnar sem mun starfa frá 1. september nk. til 21. júní 2016 fór því fram.  Uppástunga kom um Guðbrand Einarssonar og var hann kjörinn með 11 atkvæðum.
Til máls tóku Guðbrandur Einarsson og Anna Lóa Ólafsdóttir


Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________________________________________________