486. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn 20. október 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00.
Mættir: Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kristján Jóhannsson varabæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalbæjarfulltrúi, Davíð Páll Viðarsson varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson ritari og Elín Rós Bjarnadóttir forseti.
1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 15. október 2015 (2015010022)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Kristinn Þór Jakobsson, Friðjón Einarsson, Árni Sigfússon, Magnea Guðmundsdóttir, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson og Kjartan Már Kjartansson.
Gert var fundarhlé.
Tillaga kom frá Friðjóni Einarssyni um breytingu í 3.máli í fundargerð bæjarráðs fundi nr. 1044 frá 15. október sl. um svarmöguleika kjósenda í íbúakosningunni á þann veg að út úr svarmöguleikunum verður tekinn svarmöguleikinn "hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)" og í staðinn verður látinn inn svarmöguleikinn "skila auðu". Tillagan samþykkt 11-0. Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.
2. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 6. október 2015 (2015030409)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Friðjón Einarsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
3. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 8. október 2015 (2015010547)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Friðjón Einarsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 14. október 2015 (2015010113)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
5. Fundargerð menningarráðs 15. október 2015 (2015010095)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Magnea Guðmundsdóttir og Böðvar Jónsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið.