494. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn 16. febrúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.
Mættir: Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir bæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari, Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar.
1. Fundargerðir bæjarráðs 29. janúar, 4., 5. og 11. febrúar 2016 (2016010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
3. mál frá 1063. fundi bæjarráðs 11. febrúar 2016.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 18.500.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurfjármögnunar afborgana af lánum Reykjaneshafnar, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjanesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
Heimildin samþykkt 11-0
Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0 án umræðu.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 10. febrúar 2016 (2016010178)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
3. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 11. febrúar 2016 (2016010108)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
4. Breyting á skipan fulltrúa í stjórnum og ráðum (2016020215)
Kolbrún Jóna Pétursdóttir hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum í stjórn Reykjaneshafnar. Tillaga kom um Kristján Jóhannsson sem aðalmaður í stjórn Reykjaneshafnar og var hann sjálfkjörinn.
Elín Rós Bjarnadóttir hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum í fræðsluráði. Tillaga kom um Alexander Ragnarsson sem formann og aðalmann og var hann sjálfkjörinn.
Dominika Wróblewska hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum í velferðarráði sem varamaður. Tillaga kom um Kristínu Gyðu Njálsdóttur sem varamann og var hún sjálfkjörin.
Alexander Ragnarsson hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum í íþrótta- og tómstundaráði. Tillaga kom um Ásgeir Hilmarsson sem aðalmann og Alexander Ragnarsson sem varamann og voru þeir sjálfkjörnir.
Til máls tóku Magnea Guðmundsdóttir.og Guðbrandur Einarsson.
Fleira ekki gert og fundi slitið.