497. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn 5. apríl 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00.
Mættir: Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Baldur Guðmundsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Guðbrandur Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir bæjarfulltrúi, Halldóra Hreinsdóttir varabæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson, ritari, Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar.
1. Fundargerðir bæjarráðs 17. og 31. mars 2016 (2016010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Til máls tók Baldur Guðmundsson er lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna 5 máls í fundargerð nr. 1068:
Við brotthvarf bandaríska varnarliðsins haustið 2006 stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. og fól því að annast umsýslu fasteigna ríkisins á svæðinu og önnur verkefni sem tengjast framtíðarþróun þess.
Við höfum séð svæðið þróast mikið í kringum Keili, frumkvöðlasetrið og gagnaver svo eitthvað sé nefnt og nú er svo komið að mikið af íbúðahúsnæðinu er selt. Mikill áhugi er meðal fjárfesta og fyrirtækja í flugtengdum rekstri að nýta enn meira af því húsnæði sem eftir er. Ásbrú er óðum að festa sig í sessi sem eitt af stærri hverfum Reykjanesbæjar og er löngu tímabært að við lítum til þess hvernig við sem sveitarfélag munum þjónusta og þróa þetta hverfi til framtíðar.
Í bréfi Fjármála- og efnahagsráðuneytisins er farið fram á afstöðu Reykjanesbæjar til sölu eigna á Ásbrúarsvæðinu. Við Sjálfstæðismenn gerum þá kröfu til ríkisins að stórum hluta söluverðmætis þessara eigna verið varið til að byggja upp nærþjónustuna á svæðinu. Reykjanesbær hefur byggt upp grunnskóla og tvo leikskóla á þessu svæði með tilheyrandi kostnaði og taka verður tillit til þessa þegar fjármunum sem myndast í Þróunarfélaginu verður úthlutað.
Friðjón Einarsson óskar eftir fundarhléi og var fundarhlé gert kl. 17:06. Fundurinn hófst aftur kl. 17:10.
Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Böðvar Jónsson, Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Árni Sigfússon.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerðir stjórnar Reykjaneshafnar 14. og 31. mars 2016 (2016010108)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Fundargerðirnar samþykktar 11-0 án umræðu.
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 21. mars 2016 (2016020332)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
4. Fundargerð menningarráðs 31. mars 2016 (2016010294)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
5. Fundargerð fræðsluráðs 1. apríl 2016 (2016010248)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Gunnar Þórarinsson, Böðvar Jónsson og Guðbrandur Einarsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið.