500. fundur

18.05.2016 12:25

500. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar haldinn 17. maí 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 17:00

Mættir: Böðvar Jónsson aðalbæjarfulltrúi, Árni Sigfússon aðalbæjarfulltrúi, Magnea Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Gunnar Þórarinsson aðalbæjarfulltrúi, Friðjón Einarsson aðalbæjarfulltrúi, Kristinn Þór Jakobsson aðalbæjarfulltrúi, Guðný Birna Guðmundsdóttir aðalbæjarfulltrúi, Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalbæjarfulltrúi, Ingigerður Sæmundsdóttir varabæjarfulltrúi, Helga María Finnbjörnsdóttir varabæjarfulltrúi, Elín Rós Bjarnadóttir aðalbæjarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari. Í forsæti var Elín Rós Bjarnadóttir.


1. Heiðursborgari Reykjanesbæjar (2016050167)

Bæjarstjórn samþykkti að gera  Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóra og varaþingmann, að heiðursborgara Reykjanesbæjar fyrir vel unnin störf í þágu íbúa Keflavíkur og síðar Reykjanesbæjar.

Til máls tók Kjartan Már Kjartansson og nýkjörinn heiðursborgari Reykjanesbæjar, Ellert Eiríksson.


2.  Fundargerð bæjarráðs 12. maí  2016 (2016010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin  samþykkt 11-0 án umræðu.


3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 10. maí 2016 (2016010178)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Magnea Guðmundsdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Árni Sigfússon, Gunnar Þórarinsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson og Kjartan Már Kjartansson. 

Samþykkt að vísa fyrsta tölulið fundargerðarinnar til bæjarráðs 11-0. 


Sjötti liður í fundargerðinni um breytt deiliskipulag að Bakkavegi 17 var borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum.   Þá var áttundi töluliður í fundargerðinni um breytt deiliskipulag Reykjanesvirkjunar var borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum

Fundargerðin  samþykkt 11-0 að öðru leyti.


4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 3. maí 2016 (2016010316)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Árni Sigfússon, Friðjón Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson og Kjartan Már Kjartansson.

Samþykkt að vísa sjötta tölulið fundargerðarinnar til bæjarráðs 11-0. 
Fundargerðin  samþykkt 11-0 að öðru leyti.


5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 3. maí 2016 (2016010108)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin  samþykkt 11-0 án umræðu.


6. Fundargerð menningarráðs 11. maí 2016 (2016010294)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin  samþykkt 11-0 án umræðu.


7. Fundargerð velferðarráðs 13. maí 2016 (2016020334)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Helga María Finnbjörnsdóttir, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kristinn Þór Jakobsson og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðin  samþykkt 11-0.


Fleira ekki gert og fundi slitið.