507. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. október 2016 kl. 17:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ásbjörn Jónsson ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 6. og 13. október 2016 (2016010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson, Gunnar Þórarinsson, Árni Sigfússon og Kjartan Már Kjartansson. Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 11. október 2016 (2016010178)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Kristinn Þór Jakobsson, Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Böðvar Jónsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Árni Sigfússon, Kjartan Már Kjartansson og Magnea Guðmundsdóttir.
Þriðji töluliður í fundargerðinni um heimild frá Skipulagsstofnun til auglýsingar á endurskoðun aðalskipulags er borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum. Samþykkt að vísa fjórða tölulið fundargerðarinnar Flugvellir, deiliskipulag og sjöunda tölulið fundargerðarinnar Afreksbraut- bílastæði til bæjarráðs 11-0 Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 4. október 2016 (2016010316)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð menningarráðs 13. október 2016 (2016010294)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Baldur Guðmundsson, Kristinn Þór Jakobsson, Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Árni Sigfússon og Kjartan Már Kjartansson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
5. Alþingiskosningar 2016 - kjörstjórn (2016090001)
A. Ásdís Óskarsdóttir hefur óskað eftir lausn sem varamaður í yfirkjörstjórn. Tillaga kom um Ingiber Óskarsson sem varamann og var hann sjálfkjörinn.
B. Ingber Óskarsson, Jón Axel Steindórsson, Júlía Jörgensen, Sigurbjörg Gísladóttir, Guðveig Sigurðardóttir, Ólafur Eggertsson, Hrönn Þorgrímsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir og Brynja Sigfúsdóttir, hafa óskað eftir lausn sem nefndarmenn í undirkjörstjórn.
Tillaga kom um eftirtalda aðila: Guðrúnu S. Sigurðardóttur, Þóreyju Eyþórsdóttur, Iðunni Ingólfsdóttur, Ástríði Guðnýju Sigurðardóttur, Ingibjörgu Samúelsdóttur, Ástríði H. Sigurvinsdóttur, Margréti Kolbeinsdóttur, Dagbjörtu Lindu Gunnarsdóttur og Eygló Tómasdóttur. Voru þær sjálfkjörnar.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Böðvar Jónsson.
Fleira ekki gert og fundi slitið.