509. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15.nóvember 2016 kl. 17:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Helga María Finnbjörnsdóttir varamaður, Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson, ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 3. og 10. nóvember 2016 (2016010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Fimmti liður í fundargerðinni frá 1098 fundi þann 10. nóvember sl., reglur um stofnframlög vegna almennra íbúða, er borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum. Fundargerðirnar samþykktar 11-0 að öðru leyti án umræðu.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 8. nóvember 2016 (2016010178)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fyrsti liður í fundargerðinni, Aðalgata 60- Breyting á lóð, og kynning á uppbyggingu er borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum. Þá er ellefti liður í fundargerðinni, Leirdalur - breyting á deiliskipulagi, borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum. Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti án umræðu.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 1. nóvember 2016 (2016010316)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðbrandur Einarsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð menningarráðs 10. nóvember 2016 (2016010294)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson og Kristinn Þór Jakobsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið.