512. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3. janúar 2017 kl. 17:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Magnea Guðmundsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir fundarritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 22. og 29. desember 2016 (2016010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Kolbrún Jóna Pétursdóttir og Friðjón Einarsson. Fyrsti liður í fundargerð frá 29. desember sl. fundur 1105, Samkomulag á milli innanríkisráðherra og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum. Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerðir velferðarráðs 11. nóvember og 15. desember 2016 (2016020334)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Samþykkt að vísa fyrsta tölulið fundargerðarinnar frá 15. desember sl., Drögum að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélag um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings, til bæjarráðs og var það samþykkt 11-0. Fundargerðirnar samþykktar 11-0 að öðru leyti.
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 19. desember 2016 (2016020332)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
4. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 19. desember 2016 (2016010108)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Samþykkt að vísa þriðja tölulið fundargerðarinnar Thorsil ehf. til bæjarráðs og var það samþykkt 11-0. Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti án umræðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.