526. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. september 2017 kl. 17:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 24. og 31. ágúst 2017 (2017010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Fundargerðirnar samþykktar 11-0 án umræðu.
2. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 24. ágúst 2017 (2017020267)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
3. Fundargerð fræðsluráðs 25. ágúst 2017 (2017010198)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Árni Sigfússon, Kolbrún Jóna Pétursdóttir og Friðjón Einarsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
Bæjarstjórn samþykkir að færa næsta fund bæjarstjórnar til miðvikudagsins 20. september nk. kl. 17. Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.