527. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. september 2017 kl. 17:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson, ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 7. og 14. september 2017 (2017010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Kristinn Þ. Jakobsson, Böðvar Jónsson, Gunnar Þórarinsson, Árni Sigfússon og Guðbrandur Einarsson. Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 12. september 2017 (2017010147)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Kristinn Þór Jakobsson.
Tuttugasti liður í fundargerðinni, Stapabraut 21- Deiliskipulagsbreyting (2013060104) er borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og fyrsti liður í fundargerðinni, Gunnuhver – Tillaga að deiliskipulagi (2017030438) er borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og níundi liður í fundargerðinni, Hafnargata 29- Ofaná bygging (2017060129) er borinn sérstaklega upp til atkvæða og var samþykktur með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og þriðji liður fundargerðarinnar, Hólagata 19-23 – Deiliskipulag (20170401129 var vísað aftur til umhverfis og skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
Böðvar Jónsson greiðir ekki atkvæði í 12.lið fundargerðar Samráðsnefndar Byggingafulltrúa nr. 233 vegna vanhæfis.
Elín Rós Bjarnadóttir greiðir ekki atkvæði í 18. og 19. liðum fundargerðarinnar vegna vanhæfis.
Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 11. september 2017 (2017010280)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 12. september 2017 (2017010209)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Ingigerður Sæmundsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson og Kristinn Þ. Jakobsson. Fundargerðin samþykkt 11-0.
5. Fundargerð menningarráðs 14. september 2017 (2017010176)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kristinn Þ. Jakobsson og Baldur Þ. Guðmundsson.
Kristinn Þór Jakobsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég get ekki samþykkt fundargerð menningaráðs 119 fundar frá 14. september 2017 þar sem engin fundargögn eru á gátt ráðsins.
Fundargerðin samþykkt með 10 atkvæðum. Kristinn Þ. Jakobsson sat hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
6. Breyting á skipan fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði (2017060411)
Magnea Guðmundsdóttir hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum í umhverfis- og skipulagsráði. Tillaga kom um Margréti Sanders sem aðalmann og var hún sjálfkjörin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.