538. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. febrúar 2018 kl. 17:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Jóhann S. Sigurbergsson, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Alexander Ragnarsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Ásbjörn Jónsson staðgengill bæjarstjóra og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 15. febrúar 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Böðvar Jónsson, Kristinn Þ. Jakobsson, Jóhann S. Sigurbergsson, Gunnar Þórarinsson, Árni Sigfússon og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 7. og 13. febrúar 2018 (2018010164)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Jóhann S. Sigurbergsson og Kristinn Þ. Jakobsson.
Fundargerð 206. fundar frá 7. febrúar 2018 samþykkt 11- 0
Sextándi liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Lerkidalur 13 - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2018020105), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Átjándi liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Hólamið 1 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi (2018020115), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Nítjándi liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Breiðbraut 643-647 - Uppskipting lóðar (2018020116), var samþykktur með 11 atkvæðum.
Tuttugasti liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Breiðbraut 670 - Uppskipting lóðar (2018020117), var samþykktur með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og fyrsti liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Keilisbraut 770-778 - Uppskipting lóðar (2018020118), var samþykktur með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og annar liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Dalsbraut 8 - Niðurstaða grenndarkynningar (2017120071), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og fjórði liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Seljudalur 25 - Fyrirspurn (2018020122), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og fimmti liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Flugvellir 18 - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2018020123), var samþykktur sérstaklega með 10 atkvæðum. Böðvar Jónsson greiddi ekki atkvæði.
Tuttugasti og sjöundi liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Þverholt 11 - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2018020126), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Tuttugasti og áttundi liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Þverholt 5 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018020127), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Þrítugasti og fyrsti liður fundargerðar frá 13. febrúar 2018, Aðalgata 60 og 62 - Deiliskipulag (2017100050), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Fundargerðin frá 13. febrúar 2018 samþykkt að öðru leyti 11-0.
3. Fundargerð menningarráðs 8. febrúar 2018 (2018010136)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 13. febrúar 2018 (2018010171)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Gunnar Þórarinsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 13. febrúar 2018 (2018010352)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Annar töluliður fundargerðarinnar er tekinn sérstaklega fyrir til samþykktar:
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Ásbirni Jónssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjanesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.“
Heimildin samþykkt 11-0.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0 án umræðu.
6. Lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Suðurnesjum - fyrri umræða (2017060143)
Forseti gaf orðið laust um lögreglusamþykktina. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson og Kristinn Þ. Jakobsson.
Lögreglusamþykkt sveitarfélaga á Suðurnesjum vísað til síðari umræðu 6. mars nk. Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.