542. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. apríl 2018 kl. 17:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Ásbjörn Jónsson ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
Í upphafi fundar var Árna Sigfússyni þakkað fyrir að sitja sinn 300. fund bæjarstjórnar.
1. Fundargerðir bæjarráðs 5. og 12. apríl 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson, Friðjón Einarsson og Kristinn Þór Jakobsson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 10. apríl 2018 (2018010164)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Böðvar Jónsson, Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Kristinn Þór Jakobsson, Baldur Þ. Guðmundsson og Gunnar Þórarinsson.
Sjöundi liður í fundargerðinni, Grænásbraut 603-607 - Uppskipting á lóð (2018040053), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Níundi liður í fundargerðinni, Bogatröð 10 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018040055), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Tíundi liður í fundargerðinni, Dalsbraut 1 og 2 - Breyting á deiliskipulagi (2018040056), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Ellefti liður í fundargerðinni, Sjávargata 6 - Fyrirspurn um stækkun (2018040058), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Tólfti liður í fundargerðinni, Hátún 26 - Breyting á bílskúr (2018040059), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Fjórtándi liður í fundargerðinni, Seljudalur 40 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2016120075), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Fimmtándi liður í fundargerðinni, Tjarnabraut 10 - Breyting á deiliskipulagi (2017100052), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Sextándi liður í fundargerðinni, Pósthússtræti 5 - 9 - Minniháttar breyting á aðalskipulagi (2018040062), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 10-0.
Gunnar Þórarinsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
Sautjándi liður í fundargerðinni, Stapabraut 1 - Minniháttar breyting á aðalskipulagi (2018020144), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Átjándi liður í fundargerðinni, Stapabraut 1 - Breyting á deiliskipulagi (2018020144), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Nítjándi liður í fundargerðinni, Hafnargata 56 - Deiliskipulagstillaga (2017110139), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Tuttugasti og fyrsti liður í fundargerðinni, Deiliskipulag við Gunnuhver (2017030438), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Tuttugasti og annar liður í fundargerðinni, Deiliskipulagsbreyting - Reykjanesvirkjun (2016010529), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Tuttugasti og þriðji liður í fundargerðinni, Hafnavegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi (2018020221), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Tuttugasti og fjórði liður í fundargerðinni, Vesturbraut 6 - Fyrirspurn (2018040066), var tekinn sérstaklega til afgreiðslu og var samþykktur 11-0.
Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 3. apríl 2018 (2018010171)
Forseti gaf orðið laust. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
4. Fundargerð barnaverndarnefndar 6. apríl 2018 (2018010344)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin lögð fram án umræðu.
5. Fundargerð menningarráðs 12. apríl 2018 (2018010136)
Forseti gaf orðið laust. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
6. Fundargerð fræðsluráðs 13. apríl 2018 (2018010213)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Gert er fundarhlé kl. 17:50. Fundur hófst aftur kl. 17:55.
7. Ársreikningur Reykjanesbæjar og stofnana hans 2017 - fyrri umræða (2018040133)
Forseti gaf Kjartani Má Kjartanssyni orðið. Fór hann yfir ársreikninga Reykjanesbæjar og stofnana hans.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Árni Sigfússon og Guðbrandur Einarsson.
Samþykkt 11-0 að vísa ársreikningnum til síðari umræðu 8. maí n.k.
8. Verklagsreglur og stefna Reykjanesbæjar í skjalamálum - fyrri umræða (2018040132)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðbrandur Einarsson.
Samþykkt að vísa stefnunni til síðari umræðu þann 8. maí nk.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25.