546. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. júní 2018 kl. 17:00.
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Baldur Guðmundsson, Böðvar Jónsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Ísak Ernir Kristinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Kristinn Þór Jakobsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstóri, Ásbjörn Jónsson ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 17., 24. og 31. maí 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Ísak Ernir Kristinsson, Kjartan Már Kjartansson og Kristinn Þ. Jakobsson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs 11. og 18. maí 2018 (2018010171)
Samþykkt er að taka inn í dagskrá bæjarstjórnar fundargerð fá 18. maí sl.
Forseti gaf orðið laust.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0 án umræðu.
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 14. maí 2018 (2018010344)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Samþykkt 11-0 að vísa öðrum tölulið fundargerðarinnar til bæjarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram án umræðu.
4. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 15. maí 2018 (2018010352)
Forseti gaf orðið laust.
Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu
5. Fundargerð menningarráðs 17. maí 2018 (2018010136)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
6. Fundargerð fræðsluráðs 25. maí 2018 (2018010213)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Böðvar Jónsson og Friðjón Einarsson.
Samþykkt 11-0 að vísa sjötta tölulið fundargerðarinnar til bæjarráðs.
Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.
7. Persónuverndarstefna Reykjanesbæjar - seinni umræða (2018030253)
Forseti gaf orðið laust.
Persónuverndarstefna Reykjanesbæjar samþykkt 11-0 án umræðu.
8. Stefna í málefnum eldri borgara í Reykjanesbæ 2018-2028 - fyrri umræða (2017090256)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Kristinn Þ. Jakobsson, Kjartan Már Kjartansson og Baldur Þ. Guðmundsson.
Samþykkt 11-0 að vísa stefnunni til bæjarráðs og til síðari umræðu þann 19. júní nk.
9. Upplýsingatæknistefna Reykjanesbæjar - fyrri umræða (2018040381)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson
Samþykkt 11-0 að vísa stefnunni til bæjarráðs.
10. Slitafundur Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesjum 30. maí 2018 (2017120254)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson og Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0 og þar með frumvarpið að úthlutunargerð vegna slita félagsins.
Til máls tóku Ísak Ernir Kristinsson er þakkaði samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu og Árni Sigfússon er fór yfir starfsemi bæjarins síðustu sextán árin og þakkaði samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf. Þá tóku til máls Gunnar Þórarinsson og Kristinn Þór Jakobsson og þökkuðu samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á síðustu tveimur kjörtímabilum. Þá tók til máls Böðvar Jónsson er fór yfir störf sín í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og þær breytingar sem hafa átt hafa sér stað á bæjarfélaginu á þeim tíma sem hann sat í bæjarstjórn. Böðvar þakkaði ánægjulegt samstarf bæjarfulltrúa og starfsmanna. Þá tók til máls Elín Rós Bjarnadóttir sem fór yfir upplifun sína í bæjarstjórn og þakkaði samstarfsfólki samstarfið. Til máls tók Friðjón Einarsson og þakkaði samstarfið.
Að lokum þakkaði forseti Guðbrandur Einarsson starfsmönnum, bæjarfulltrúum og öðrum nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.