552. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 16. október 2018 kl. 17:00.
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Ríkharður Íbsen, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.
1. Fundargerðir bæjarráðs 4. og 11. október 2018 (2018010002)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðbrandur Einarsson og lagði fram eftir farandi bókun vegna 9. máls í fundargerð bæjarráðs nr. 1189 frá 11. október 2018 sem var fundargerð Heklunnar frá 5. október 2018:
„Bæjarstjórn tekur undir athugasemdir stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja frá 5. október sl.
Skv. upplýsingum frá Ferðamálastofu var engu úthlutað til Markaðsstofu Reykjaness af þeim 107 milljónum sem úthlutað var til svæðisbundinnar þróunar.
Ítrekað hefur verið bent á að Suðurnesin sitja ekki við sama borð og aðrir landshlutar þegar kemur að úthlutun opinberra fjármuna og er þetta enn ein staðfestingin á því.“
Samþykkt 11-0.
Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Baldur Guðmundsson, Ríkharður Íbsen, Gunnar Þórarinsson og Kjartan Már Kjartansson
Samþykkt samhljóða að skipa Rúnar V. Arnarsson í stað Baldurs Þóris Guðmundssonar í öldungaráð.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 12. október 2018 (2018010164)
Annar liður fundargerðarinnar, Helguvík - Breyting á deiliskipulagi (2018100079), er tekinn fyrir sérstaklega.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson og Margrét Þórarinsdóttir.
Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég fagna ákvörðun umhverfis og skipulagsráð að hafna beiðni Stakksberg.
Breyting á deiliskipulagi Helguvíkur er forsenda þess að hægt verði að hefja starfsemi kísilversins að nýju. Breytingin fellst m.a. í því að heimilað verði að byggja svokallaðan neyðarskorstein, sem er hærri en núverandi byggingar. Reykjanesbæ ber engin skylda til að breyta skipulaginu, ekki síst þegar uppvíst er að byggt var í trássi við gildandi skipulag, eins og þekkt er.
Miðflokkurinn mun ekki samþykkja breytinguna enda var það okkar helsta kosningaloforð að verksmiðjan yrði rifin og seld úr landi. Vilji meirihluta íbúa Reykjanesbæjar kom berlega í ljós fyrir kosningar. Stjórnmálaflokkur sem hefði lofað því að greiða götu þess að kísilverið yrði gangsett að nýju hefði aldrei fengið brautargengi í kosningunum.
Íbúar Reykjanesbæjar vilja þessa verksmiðju burt.“
Til máls tóku Ríkharður Íbsen og Guðbrandur Einarsson.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta málinu á meðan frekari gagnaöflun fer fram. Samþykkt 11-0.
Þriðji liður fundargerðarinnar, Hafnargata 12 - Tillaga að deiliskipulagi (2016010194), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Fjórði liður fundargerðarinnar, Víkurröst - Erindi um gámahús (2018080093), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Sjötti liður fundargerðarinnar, Hafdalur 6-14 - Ósk um skipulagsbreytingu (2018100080), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Sjöundi liður fundargerðarinnar, Vallargata 24 - Loftnet, niðurstaða grenndarkynningar (2018080097), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Ellefti liður fundargerðarinnar, Hafnargata 42 - Uppskipting á lóð (2018090340), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Þrettándi liður fundargerðarinnar, Mardalur 16-24 og 26-32 - Niðurstaða grenndarkynningar (2018070200), var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 2. október 2018 (2018010171)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Margrét Þórarinsdóttir.
Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég verð að segja að það olli mér vonbrigðum að tillaga Miðflokksins um að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á sýninguna „Lof mér að falla“ hafi verið hafnað.
Forvarnir byrja heima fyrir. Mikilvægt er að foreldrar sjái myndina með börnum sínum ekki síst í ljósi þess að skapa umræðu um hana, sem er ákveðin forvörn.
Það er mjög mikilvægt að foreldrar séu vel upplýstir um hin dökka heim fíkniefnaneyslunnar á Íslandi og geti svarað spurningum ungmenna sinna í þeim málum.
Sveitarfélagið Árborg hefur samþykkti að bjóða öllum ungmennum í 9 og 10 bekk á myndina í samráði við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld.
Eftir sýningu myndarinnar verður haldið málþing þar sem öllum foreldrum er boðið að mæta og taka þátt. Einnig munu aðstandendur fíkla segja frá reynslu sinni sem ættingjar einstaklinga sem hafa fallið frá vegna fíkniefnaneyslu.
Auk þess munu fulltrúar barnaverndar og lögreglu taka þátt í málþinginu.
Það er einlæg ósk mín að RNB endurskoði þessa ákvörðun og standi faglega að mikilvægu forvarnamáli, með sama hætti og sveitarfélagið Árborg.“
Til máls tóku Gunnar Þórarinsson, Ríkharður Íbsen, Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
4. Fundargerð fræðsluráðs 5. október 2018 (2018010213)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
5. Fundargerð velferðarráðs 10. október 2018 (2018010214)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðbrandur Einarsson, Ríkharður Íbsen og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
6. Fundargerð menningarráðs 12. október 2018 (2018010136)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
7. Skipan forsætisnefndar vegna breytinga á samþykktum Reykjanesbæjar nr. 1000/2013 (2018100021)
Tilnefnd í forsætisnefnd eru Jóhann Friðrik Friðriksson sem formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Baldur Þórir Guðmundsson sem meðstjórnendur. Með nefndinni mun starfa sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ásamt lögmanni og eru þau sjálfskjörin.
Samþykkt 11-0 án umræðu.
8. Upplýsingatæknistefna Reykjanesbæjar - síðari umræða (2018040381)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson.
Upplýsingarstefna Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:08