566. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. maí 2019 kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Díana Hilmarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Davíð Brár Unnarsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.
1. Fundargerðir bæjarráðs 9. og 16. maí 2019 (2019050058)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina frá 9. maí. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 16. maí til sérstakrar samþykktar:
Sjötti liður fundargerðarinnar Innkaupareglur Reykjanesbæjar (2019051612) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina frá 16. maí. Til máls tók Friðjón Einarsson.
Fundargerðirnar samþykktar 11 – 0.
Fylgigögn
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/baejarrad/1218-fundur
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/baejarrad/1219fundur
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. maí (2019050346)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 17. maí til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Birkiteigur 1 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019051615) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Brekadalur 67 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019051619) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Leirdalur 36 - Fyrirspurn (2019051622) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Bolafótur - Deiliskipulagstillaga (2019051640) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Sjávargata 33 - Svalir (2019050576) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Baugholt 7 - Stækkun (2019050449) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11 – 0 án umræðu.
Fylgigögn
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/umhverfis-og-skipulagsrad/230-fundur
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 3. maí 2019 (2019050295)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.
Fylgigögn
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/ithrotta-og-tomstundarad/129-fundur-1
4. Fundargerð menningarráðs 10. maí 2019 (2019051260)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Styrmir Gauti Fjeldsted.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.
Fylgigögn
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/menningarrad/137-fundur
5. Fundargerð velferðarráðs 10. maí 2019 (2019050527)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders og Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.
Fylgigögn
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/velferdarrad-fjolskyldu-og-felagsmalarad/374-fundur
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.