560. fundur

19.02.2019 00:00

560. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19. febrúar 2019 kl. 17:00.

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

1. Fundargerðir bæjarráðs 7. og 14. febrúar 2019 (2019010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina frá 7. febrúar 2019. Fundargerðin samþykkt 11 – 0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina frá 14. febrúar. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Margrét Ó. Sanders, Gunnar Þórarinsson og Guðbrandur Einarsson.

Eftirfarandi bókun barst frá Margréti Þórarinsdóttur, Miðflokknum.

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs frá 14. febrúar 2019:

„Skýrsla vinnuhóps vegna samstarfs HSS og velferðarsviðs Reykjanesbæjar um samstarf/samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í Reykjanesbæ
Ég vil byrja á því að þakka vinnuhópnum fyrir vel unnin störf en skýrslan er mjög áhugaverð og faglega unnin. Miðflokkurinn fagnar því að leitast er við að betrumbæta þjónustu við aldraða en það er mjög í anda stefnu flokksins. Þess má geta að Miðflokkurinn á Alþingi lagði fram breytingartillögu við fjárlög fyrir 2019 um að efla heimahjúkrun og heimaþjónustu aldraða. Því miður var tillagan felld af ríkisstjórnarflokkunum.
Með því að samþætta þessar þjónustur þá gerum við öldruðum kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. Það er mjög jákvætt að einn aðili er gerður ábyrgur fyrir framkvæmd þessarar þjónustu sem mun sinna bæði hjúkrun, aðhlynningu og aðstoð við heimilishald.
Grundvallaratriði öldrunarþjónustu er það að gera hinum aldraða kleift að búa eins lengi heima og unnt er. Stofnanaþjónustan er langdýrasti kosturinn og því hagnaður þjóðfélagsins að finna önnur úrræði eins lengi og mögulegt er. Þrátt fyrir heilsubrest og hækkandi aldur á að gera hinum aldraða kleift að halda sem lengst áfram að vera hann sjálfur þ.e.a.s. að hinn aldraði hafi val á áhrif á þá þjónustu sem honum er veitt. Þjónustan við hinn aldraða þarf því að vera sem fjölbreyttust og í sem bestu samræmi við þarfir hans og óskir. Með því getum við búið hinum aldraða gott ævikvöld.“

Fundargerðin frá 14. febrúar 2019 samþykkt 11 – 0.

2. Fundargerð umhverfis – og skipulagsráðs 15. febrúar 2019 (2019010176)

Forseti bar upp tillögu um að vísa þriðja máli, Pósthússtræti 5, 7 og 9 (2018070042) og sextánda máli, Rekstur hótela og gistirýma – Minnisblað (2019010346) til bæjarráðs og var það samþykkt 11-0.

Annar liður fundargerðarinnar Sólvallagata 11 - Erindi (2018120175) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Fjórði liður fundargerðarinnar Skólavegur 18 - Fyrirspurn (2019020161) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Fimmti liður fundargerðarinnar Tjarnargata 3 - Fyrirspurn (2019020162) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Áttundi liður fundargerðarinnar Grófin 8 - Fyrirspurn (2019020168) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Níundi liður fundargerðarinnar Grænásbraut 501 - Fyrirspurn (2019020171) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um tíunda lið fundargerðarinnar. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson og Friðjón Einarsson. Tíundi liður fundargerðarinnar Helguvík - Breyting á deiliskipulagi (2018100079) samþykktur með 11 atkvæðum.

Ellefti liður fundargerðarinnar Flugvellir 18 - Fyrirspurn (2019020173) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Tólfti liður fundargerðarinnar Dalshverfi ÍB9a - Heimild til deiliskipulags (2019020174) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Þrettándi liður fundargerðarinnar Tjarnarbraut 26 og 28 - Heimild til að breyta deiliskipulagi (2019020175) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Sautjándi liður fundargerðarinnar Öspin - Viðbygging og lóðarstækkun (2019020178) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina og var hún samþykkt að öðru leyti án umræðu 11 – 0.

3. Fundargerð menningarráðs 8. febrúar 2019(2019010150)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11 – 0 án umræðu.


4. Fundargerð velferðarráðs 13. febrúar 2019 (2019010160)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11 – 0 án umræðu.


5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 14. febrúar 2019 (2019010286)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11 – 0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.