561. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. mars 2019 kl. 17:00.
Viðstaddir: Baldur Þórir Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Trausti Arngrímsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Ríkharður Íbsen, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 21. og 28. febrúar 2019 (2019010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Fundargerðirnar samþykktar 11 – 0 án umræðu.
2. Fundargerð umhverfis – og skipulagsráðs 1. mars 2019 (2019010176)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Unnardalur 1-23 - Fyrirspurn (2019020383) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Víðidalur 5 - Fyrirspurn (2019020388) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Vesturgata 8 - Fyrirspurn (2019020392) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Hringbraut 96 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018080096) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Birkiteigur 1 - Fyrirspurn um garðhýsi (2018120163) var samþykktur sérstaklega með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Margrét A. Sanders.
Fundargerðin var samþykkt að öðru leyti 11 – 0.
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 25. febrúar 2019 (2019010523)
Lögð fram.
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 27. febrúar 2019 (2019010053)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Þórarinsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.
5. Fundargerð fræðsluráðs 1. mars 2019 (2019010177)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0 án umræðu.
6. Pósthússtræti 5, 7 og 9 (2018070042)
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri vék af fundi.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Gunnar Þórarinsson.
Friðjón Einarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að koma til móts við framkomnar athugasemdir og samþykkir breytingu á deiliskipulagi sem fram kemur á uppdráttum frá Teiknistofu Arkitekta frá 12. febrúar 2019.
Samþykkt með 10 atkvæðum. Gunnar Þórarinsson frá Frjálsu afli greiddi atkvæði á móti.
7. Rekstur hótela og gistirýma (2019010346)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Ríkharður Íbsen og Friðjón Einarsson.
Samþykkt með 11 atkvæðum að vísa málinu til umhverfis- og skipulagsráðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.