569. fundur

18.06.2019 17:00

569. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. júní 2019, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Ríkharður Ibsen, Andri Örn Víðisson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 6. og 13. júní 2019 (2019050058)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Ríkharður Ibsen, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Margrét Þórarinsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Til máls tók Jóhann Friðrik Friðriksson og lagði fram sameiginlega bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar:

„Nú þegar umræða um mögulegan flugvöll í Hvassahrauni er enn á ný farin af stað, telur bæjarstjórn Reykjanesbæjar rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi Hvassahraun sem flugvallarstæði.
Frá því flugvöllur í Hvassahrauni var nefndur sem ákjósanlegur valkostur fyrir staðsetningu innanlandsflugs í niðurstöðum nefndar um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu (Rögnunefndar) í júní 2015, hefur umræða um slíkan völl skotið upp kollinum með mislöngu millibili. Þrátt fyrir að nú séu fjögur ár liðin frá því að niðurstaða nefndarinnar var birt, hefur þeirri spurningu enn ekki verið svarað hvort æskilegt sé að byggja flugvöll á þessu svæði, í miðju óröskuðu hrauni sem jafnframt liggur ofan á og nærri vatnsverndarsvæði okkar Reyknesinga.
Bæjarstjórn vill beina til Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja að hún taki afstöðu til þess hvort og hvaða afleiðingar slíkur flugvöllur myndi hafa fyrir svæðið.
Jafnframt vill bæjarstjórn skora á stjórnvöld að sjá til þess að fulltrúar Suðurnesja hafi aðkomu að þeim starfshópum og nefndum sem fjalla um flugmál þar sem flugsamgöngur ráða miklu um stöðu þessa svæðis og afkomu þeirra sem þar búa.
Það hefði eflt og einfaldað alla umræðu, hefði verið horft til þessara hagsmuna í vinnu nefndar um flugvallarkosti á sínum tíma.“

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Beinnar leiðar, Miðflokks, Frjáls afls og Sjálfstæðisflokks.

Fundargerðirnar samþykktar 11 – 0.

Fylgigögn

Fundargerð 1222. fundar bæjarráðs
Fundargerð 1223. fundar bæjarráðs 

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 7. júní 2019 (2019050346)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 7. júní til sérstakrar samþykktar:

Þriðji liður fundargerðarinnar Hafnargata - Suðurgata - Deiliskipulag (2019040026). Til máls tók Friðjón Einarsson. Þriðji liður var samþykktur með 11 atkvæðum.

Fimmti liður fundargerðarinnar Mardalur 16-24 og 26-32 - Breyting á deiliskipulagi (2019060043) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Sjötti liður fundargerðarinnar Sjafnarvellir 4 - Fyrirspurn (2019060044) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Sjöundi liður fundargerðarinnar Hringbraut 92 - Stækkun lóðar og uppfærð lóðamörk (2019060048) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Áttundi liður fundargerðarinnar Fífudalur - Ósk um breytingu í botnlanga (2019060045) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Tíundi liður fundargerðarinnar Grindavíkurvegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi (2019051558) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Ellefti liður fundargerðarinnar Aðalskipulag - Skipulagslýsing (2019060056) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Tólfti liður fundargerðarinnar Vörðubrún 3 - Viðbygging (2019051618) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Þrettándi liður fundargerðarinnar Djúpivogur 9 - Viðbygging (2019051605) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Fimmtándi liður fundargerðarinnar Dreifistöð DRE-801 - Vitabraut 1 (2019060059) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Sextándi liður fundargerðarinnar Fitjar - Heimild til að vinna deiliskipulag (2019060062) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson og Margrét Þórarinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11 – 0.

Fylgigögn

Fundargerð 231. fundar umhverfis- og skipulagsráðs

3. Fundargerð velferðarráðs 12. júní 2019 (2019050527)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Ríkharður Ibsen, Jóhann Friðrik Friðriksson og Gunnar Þórarinsson.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.

Fylgigögn

Fundargerð 376. fundar velferðarráðs

4. Fundargerð menningaráðs 14. júní 2019 (2019051260)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt 11 – 0 án umræðu.

Fylgigögn

Fundargerð 138. fundar menningarráðs

5. Tillaga Miðflokksins um stofnun afrekssjóðs (2019060245)

Forseti las upp tillögu frá Margrét Þórarinsdóttir Miðflokki um að stofna afrekssjóð fyrir ungt framúrskarandi íþróttafólk.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir. Lagði hún til að tillögunni verði vísað til Íþrótta- og tómstundaráðs.

Til máls tóku Friðjón Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Forseti bar upp tillöguna. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að vísa tillögunni til Íþrótta- og tómstundaráðs.

Fylgigögn

Tillaga frá bæjarfulltrúa Miðflokksins

6. Kosningar til eins árs sbr. 57.gr.A samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar (2019060243)

6.1. Forseti bæjarstjórnar sbr. 15. gr.
Jóhann Friðrik Friðriksson óskaði eftir tilnefningu um forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom um Jóhann Friðrik Friðriksson sem forseta bæjarstjórnar og var hann sjálfkjörinn.

6.2. Fyrsti varaforseti. Uppástunga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) og var hún sjálfkjörin.

6.3. Annar varaforseti. Uppástunga kom um Baldur Þóri Guðmundsson (D) og var hann sjálfkjörinn.

6.4. Tveir skrifarar og tveir til vara sbr. 16. gr.
Aðalskrifarar. Uppástunga kom um Önnu Sigríði Jóhannesdóttur (D) og Guðbrand Einarsson (Y) og voru þau sjálfkjörin.
Varaskrifarar. Uppástunga kom um Styrmi Gauta Fjeldsted (S) og Díönu Hilmarsdóttur (B) og voru þau sjálfkjörin.

6.5. Bæjarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara sbr. 44. gr.
Uppástunga kom um aðalmenn: Friðjón Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét Ólöf A. Sanders og Gunnar Þórarinsson. Var það samþykkt 10-0, Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki sat hjá.
Varamenn þeirra skv. 2. mgr. 44. gr. samþykkta um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar eru kjörnir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar af sama framboðslista í þeirri röð sem þeir skipuðu listann þegar kosið var til bæjarstjórnar.

7. Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir út kjörtímabilið 2018-2022 sbr. 57. gr.A. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar (2019060242)

7.1. Framtíðarnefnd:
Aðalmenn: Súsanna Björg Fróðadóttir (B), Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y), Andri Örn Víðisson (D) og Ríkharður Ibsen (D).
Varamenn: Þóranna Kristín Jónsdóttir (B), Jurgita Milleriene (S), Valgerður Björk Pálsdóttir (Y), Hanna Björg Konráðsdóttir (D) og Anna Steinunn Jónasdóttir (D).
Samþykkt samhljóða.

7.2. Lýðheilsuráð:
Aðalmenn: Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Guðrún Ösp Theodórsdóttir (S), Kristín Gyða Njálsdóttir (Y), Guðrún Pálsdóttir (Á) og Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D).
Varamenn: Þráinn Guðbjörnsson (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Hrafn Ásgeirsson (Y), Baldur Rafn Sigurðsson (Á) og Birgitta Rún Birgisdóttir (D).
Samþykkt samhljóða.

7.3. Menningar- og atvinnuráð:
Aðalmenn: Trausti Arngrímsson (B), Bjarni Stefánsson (S), Eydís Hentze Pétursdóttir (S), Sigrún Inga Ævarsdóttir (D) og Arnar Páll Guðmundsson (Á).
Varamenn: Kristján Jóhannsson (Y), Friðjón Einarsson (S), Kristjana E Guðlaugsdóttir (S), Baldur Þórir Guðmundsson (D) og Gunnar Jón Ólafsson (Á).
Samþykkt samhljóða. 

8. Sumarleyfi bæjarstjórnar (2019060244)

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir frá 19. júní til 14. ágúst n.k. Næsti bæjarstjórnarfundur verður þriðjudaginn 20. ágúst 2019 í Merkinesi í Hljómahöll.

Tillagan samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.