572. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 17. september 2019 kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Gunnar Felix Rúnarsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 5. og 12. september 2019 (2019050058)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku: Friðjón Einarsson, Margrét Ólöf A. Sanders, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðirnar samþykktar 11 – 0.
Fylgigögn:
Fundargerð bæjarráðs 5. september 2019
Fundargerð bæjarráðs 12. september 2019
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 6. september 2019 (2019050346)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 6. september til sérstakrar samþykktar:
Sjötti liður fundargerðarinnar Hafnargata - Suðurgata - Skólavegur - Vatnsnesvegur - Deiliskipulag (2019060301) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Faxabraut 51 - Bílskúr (2019080410) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Nesvegur 50 - Umsókn um byggingarleyfi (2019080392) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11 – 0.
Fylgigögn:
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 6. september 2019
3. Fundargerð velferðarráðs 11. september 2019 (2019050527)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku: Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Baldur Þ. Guðmundsson.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.
Fylgigögn:
Fundargerð velferðarráðs 11. september 2019
4. Kosning aðalfulltrúa í stjórn Reykjaneshafnar (2019080793)
Kolbrún Jóna Pétursdóttir (Y), aðalmaður í stjórn Reykjaneshafnar, hefur sagt sig úr stjórninni. Í hennar stað er lagt til að Kristján Jóhannsson (Y) taki sæti í nefndinni. Samþykkt samhljóða.
Fylgigögn:
Afsögn úr stjórn Reykjaneshafnar
5. Stefnumótun Reykjanesbæjar til ársins 2030 - síðari umræða (209050834)
Forseti leggur til að málinu verði frestað og vísað til bæjarstjórnarfundar þann 1. október nk. Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.35.