573. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 1. október 2019 kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Margrét Þórarinsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 26. september 2019 (2019050058)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Fundargerðirnar samþykktar án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1236. fundar bæjarráðs
Fundargerð 1237. fundar bæjarráðs
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. september 2019 (2019050346)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 20. september til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Heiðarból 27 Fyrirspurn um bílskúr (2019090463) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Dalsbraut 30 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019070007) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf síðan orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11 – 0.
Fylgigögn:
Fundargerð 235. fundar umhverfis- og skipulagsráðs
3. Fundargerð lýðheilsuráðs 17. september 2019 (2019090494)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1. fundar lýðheilsunefndar
4. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 18. september 2019 (2019090452)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1. fundar menningar og atvinnuráðs
5. Fundargerð framtíðarnefndar 25. september 2019 (2019090657)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Styrmir Gauti Fjeldsted, Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1. fundar framtíðarnefndar
6. Fundargerð Stjórnar Reykjaneshafnar 25. september 2019 (2019051155)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson og Gunnar Þórarinsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 233. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar
7. Fundargerð fræðsluráðs 27. september 2019 (2019050417)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
Fylgigögn:
Fundargerð 326. fundar fræðsluráðs
8. Stefnumótun Reykjanesbæjar til ársins 2030 – síðari umræða (2019050834)
Forseti las upp eftirfarandi breytingartillögur á markmiðum í Stefnumótun Reykjanesbæjar 2020-2030:
Breytingartillaga á 1. markmiði og hljóðar svo:
„Bæta almenningssamgöngur með skilvirkara leiðarkerfi og aukinni tíðni. Kerfið nýtist fyrir íbúa í leik og starfi. Sérstaklega verði horft til þess að kerfið nýtist ungu fólki til að efla þátttöku barna í íþróttum og auka vellíðan þeirra.“
Forseti gaf orðið laust. Breytingartillagan samþykkt 11-0 án umræðu.
Breytingartillaga á 4. markmiði og hljóðar svo:
„Farið verði í breytingar á sundmiðstöð eigi síðar en í árslok 2020. Áfram verði unnið að uppbyggingu íþróttamannvirkja í góðri samvinnu við íþróttafélög.“
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Gunnar Þórarinsson, Baldur Þ. Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur Einarsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu á 4. markmiði:
„Áfram verði unnið að uppbyggingu íþróttamannvirkja í góðri samvinnu við íþróttafélög.“
Breytingartillagan samþykkt 11-0.
Stefnumótun Reykjanesbæjar 2020-2030 samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Stefnumótun Reykjanesbæjar
9. Kosning aðalfulltrúa og varafulltrúa í menningar- og atvinnuráð
Bjarni Stefánsson (S) aðalmaður í menningar- og atvinnuráði hefur sagt sig úr nefndinni. Í hans stað er lagt til að Friðjón Einarsson (S) taki sæti hans og var hann sjálfkjörinn.
Þá er kosið um varamann í stað Friðjóns Einarssonar (S) og er lagt til að Bjarni Stefánsson (S) verði varamaður og var hann sjálfkjörinn.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
10. Endurskoðun stjórnskipulags Reykjanesbæjar - breytingartillaga (2019050809)
Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu með breytingu á nýju skipulagi að“ skrifstofa bæjarstjóra“ verði breytt í „skrifstofu stjórnsýslu“. Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15