575. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 5. nóvember 2019, kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Díana Hilmarsdóttir, Ríkharður Ibsen, Gunnar Felix Rúnarsson, Jasmina Crnac, Eydís Hentze Pétursdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 17., 24. og 31. október 2019 (2019050058)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Jasmina Crnac og Guðbrandur Einarsson.
Til máls tók Ríkharður Ibsen, Sjálfstæðisflokki og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs frá 31. október 2019:
„Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að tekjur frá fasteignagjöldum verði lækkaðar um 100 milljónir, úr 1800 milljónum í 1700 milljónir, í tillögu um fjárhagsramma skatttekna í drögum að fjárhagsáætlun fyrir 2020.
Reykjanesbær hefur um árabil verið með hæstu fasteignaskattana á landinu og hér er aðeins um að ræða lækkun sem nemur 0,7% af heildartekjum. Fjöldi bæjarbúa hefur kvartað undan auknum skattbyrðum í kjölfar hækkunar fasteignamats síðustu árin. Fasteignaskattur er ekkert annað en eignaskattur sem er ekki aðeins tekjuauki fyrir sveitarfélög heldur íþyngjandi kostnaðarauki fyrir almenning og fyrirtæki og kemur niður á samkeppnishæfni sveitarfélagsins.“
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson og Ríkharður Ibsen.
Til máls tóku Jóhann Friðrik Friðriksson, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Ríkharður Ibsen og Kjartan Már Kjartansson.
Forseti bar tillögu Sjálfstæðisflokks undir atkvæði og var hún felld með 6 atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn 3 atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar Frjáls afls og Miðflokks sátu hjá.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1240 fundar bæjarráðs 17. október
Fundargerð 1241 fundar bæjarráðs 24. október
Fundargerð 1242 fundar bæjarráðs 31. október
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 18. október og 1. nóvember 2019 (2019050346)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 18. október til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Faxabraut 9 - Fyrirspurn (2019090368) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Tunguvegur 6 - Fyrirspurn (2019090597) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Mardalur 1-3 og 2-4 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019080257) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf síðan orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti án umræðu 11 – 0.
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 1. nóvember til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Bogatröð 13 (2019100336) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Flugvellir 20 - Fyrirspurn (2019090199) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Dalsbraut 15 - Skipulagsbreyting (2019100016) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Aðgerðaráætlun gegn hávaða (2018-2023) (2019100427) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf síðan orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Baldur Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11 – 0.
Fylgigögn:
Fundargerð USK ráðs 18. október
Fundargerð USK ráðs 1. nóvember
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 17. október 2019 (2019050295)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.
Fylgigögn:
Fundargerð 134. fundar ÍT ráðs 17. október
4. Fundargerð framtíðarnefndar 23. október 2019 (2019090657)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson og Ríkharður Ibsen.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.
Fylgigögn:
Fundargerð 2. fundar framtíðarnefndar 23. október
5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 24. október 2019 (2019051155)
Fimmta mál frá 234. fundi stjórnar Reykjaneshafnar 24. október 2019 var tekið sérstaklega fyrir með eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 20.000.000 kr. til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurfjármögnunar afborgana af lánum Reykjaneshafnar, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjanesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.“
Heimildin samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Baldur Þ. Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 234. fundar stjórnar Reykjaneshafnar
6. Fundargerð fræðsluráðs 25. október 2019 (2019050417)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Baldur Þ. Guðmundsson.
Fundargerðin samþykkt 11 – 0.
Fylgigögn:
Fundargerð fræðsluráðs 25. október
7. Fundargerð barnaverndarnefndar 28. október 2019 (2019050479)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð barnaverndarnefndar 28. október
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45