582. fundur

18.02.2020 17:00

582. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 18. febrúar 2020 kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Gunnar Felix Rúnarsson og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 6. og 13. febrúar 2020 (2020010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Guðbrandur Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson og Gunnar Þórarinsson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1255. fundar bæjarráðs
Fundargerð 1256. fundar bæjarráðs

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 7. febrúar 2020 (2020010012)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 7. febrúar til sérstakrar samþykktar:

Sjötti liður fundargerðarinnar Funatröð 2,4 og 6 - Breyting á lóðum (2020021010) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Áttundi liður fundargerðarinnar Flugvellir 20 - Stækkun á lóð (2020021014) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 243. fundar umhverfis- og skipulagsráðs

3. Fundargerð fræðsluráðs 7. febrúar 2020 (2020010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson og Gunnar Þórarinsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 330. fundar fræðsluráðs

4. Fundargerð velferðarráðs 12. febrúar 2020 (2020010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 384. fundar velferðarráðs

5. Erindisbréf nefnda og ráða (2020010501)

Lögð fram erindisbréf bæjarráðs, forsetanefndar, framkvæmdastjórnar, fræðsluráðs, íþrótta- og tómstundaráðs, umhverfis- og skipulagsráðs, lýðheilsuráðs, menningar- og atvinnuráðs og velferðarráðs.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson.

Leiðrétt lokasetning í 9. gr. í erindisbréfi bæjarráðs:

„9. gr. Fundargerðir bæjarráðs skulu teknar á dagskrá bæjarstjórnar og skal það gert svo fljótt sem unnt er að afloknum fundi. Ef fundargerðir innihalda ekki ályktanir eða tillögur sem þarfnast sérstakrar staðfestingar bæjarstjórnar eru fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Ef ályktanir eða tillögur þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar ber að taka þær sérstaklega fyrir enda sé í fundargerð ráðsins skilmerkilega gerð grein fyrir þeirri fyrirætlan með tillögu til bæjarstjórnar þar að lútandi. Ef mál varðar fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins umfram fjárhagsáætlun skal ráðið vísa tillögu sinni til bæjarráðs.“

Á að vera:

Ef mál varðar fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins umfram fjárhagsáætlun skal ráðið vísa tillögu sinni til bæjarstjórnar.

Erindisbréf bæjarráðs samþykkt 11-0 með áorðnum breytingum.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson og lagði fram breytingartillögu. Jóhann Friðrik Friðriksson tók til máls og lagði til að erindisbréfið yrði samþykkt óbreytt.

Erindisbréf forsetanefndar samþykkt 11-0 óbreytt.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét A. Sanders.

Erindisbréf framkvæmdastjórnar samþykkt 11-0.

Erindisbréf fræðsluráðs samþykkt 11-0.

Erindisbréf íþrótta- og tómstundaráðs samþykkt 11-0.

Erindisbréf umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt 11-0.

Erindisbréf lýðheilsuráðs samþykkt 11-0.

Leiðrétt 3. gr. í erindisbréfi menningar- og atvinnuráðs:

„3. gr. Menningar- og atvinnuráð er kosið af bæjarstjórn Reykjanesbæjar, á fyrsta eða öðrum fundi, að afloknum sveitarstjórnarkosningum og síðan á ársfresti í júní ár hvert. Ráðið er skipað fimm fulltrúum og jafn mörgum til vara.

Á að vera:

3. gr. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar er kosið af bæjarstjórn Reykjanesbæjar, á fyrsta eða öðrum fundi, að afloknum sveitarstjórnarkosningum.
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar er skipað fimm fulltrúum í samræmi við 57. gr. A samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 622/2019 og jafn mörgum til vara. Ráðið er kosið til fjögurra ára. Bæjarstjórn kýs formann menningar- og atvinnuráðs.

Erindisbréf menningar- og atvinnuráðs samþykkt 11-0 með áorðnum breytingum.

Leiðrétt 4 gr. í erindisbréfi velferðarráðs:

„4. gr. Velferðarráð hefur yfirumsjón með félagslegri ráðgjöf og fjárhagsaðstoð við einstaklinga og fjölskyldur, félagslega heimaþjónustu, málefni barna og unglinga, og ýmsum öðrum málaflokkum sem lög áskilja. Velferðarráð vinnur að markmiðum sínum með stefnumótandi samþykktum og ákvörðunum sem taka mið af samþykktri stefnu velferðarráðs og bæjarstjórnar í málefnum varðandi velferðarmál.
Bæjarráð úthlutar fjárhagsramma til ráðsins vegna fjárhagsáætlunar fyrir hvert starfsár.“

Á að vera:

4. gr. Velferðarráð hefur yfirumsjón með félagslegri ráðgjöf og fjárhagsaðstoð við einstaklinga og fjölskyldur, félagslegri heimaþjónustu, málefnum barna og unglinga, og ýmsum öðrum málaflokkum sem lög áskilja. Velferðarráð vinnur að markmiðum sínum með stefnumótandi samþykktum og ákvörðunum sem taka mið af samþykktri stefnu velferðarráðs og bæjarstjórnar í málefnum varðandi velferðarmál.
Bæjarráð úthlutar fjárhagsramma til ráðsins vegna fjárhagsáætlunar fyrir hvert starfsár.

Erindisbréf velferðarráðs samþykkt 11-0 með áorðnum breytingum.

Fylgigögn:

Erindisbréf bæjarráðs
Erindisbréf forsetanefndar
Erindisbréf framkvæmdastjórnar
Erindisbréf fræðsluráðs
Erindisbréf íþrótta- og tómstundaráðs
Erindisbréf lýðheilsuráðs
Erindisbréf menningar- og atvinnuráðs
Erindisbréf umhverfis- og skipulagsráðs
Erindisbréf velferðarráðs


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55.