583. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 3. mars 2020 kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jasmina Crnac, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 20. og 27. febrúar 2020 (2020010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Ólöf A. Sanders, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson sem lagði fram sameiginlega bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar:
Liður 7 í fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020
„Á undanförnum mánuðum hafa komið upp atvik tengd flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hjólabúnaður flugvélar gaf sig og óveður olli verulegum truflunum á samgöngum til og frá flugstöðinni. Atvikin beindu sjónum Almannavarna að getu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) til að sinna þjónustu í slíkum neyðartilvikum, sér í lagi ef illfært er um einfalda Reykjanesbraut á sama tíma. Mikil mildi þykir að ekki varð úr meiriháttar neyðarástand við þær aðstæður sem sköpuðust í umræddum tilvikum.
Í fundargerð sinni frá fundi 12. febrúar skorar stjórn Almannavarna á sveitarfélög og þingmenn svæðisins að krefjast þess strax að rekstrargrundvöllur HSS verði styrktur verulega og að lokið verði sem fyrst við tvöföldun Reykjanesbrautar alla leið að flugstöð. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar deilir þungum áhyggjum stjórnar Almannavarna af ástandinu og hvetur ríkisvaldið til þess að tryggja nauðsynleg fjárframlög til heilbrigðisþjónustu og samgangna á Suðurnesjum án tafar.“
Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Margrét Ólöf A. Sanders (D), Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Jasmina Crnac (Á), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Margrét Þórarinsdóttir (M)
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1257. fundar bæjarráðs
Fundargerð 1258. fundar bæjarráðs
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. febrúar 2020 (2020010012)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 21. febrúar til sérstakrar samþykktar:
Annar liður fundargerðarinnar Ásabraut 15 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019110189) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Grófin 15 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019120014) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Dalsbraut 32-36 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019120016) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Fitjar 3 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019120213) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Hringbraut 46 - Breyta íbúð í tvíbýli (2020021380) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Hólmbergsbraut 9 - Fyrirspurn (2020021382) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét Ólöf A. Sanders og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 244. fundar umhverfis- og skipulagsráðs
3. Fundargerð lýðheilsuráðs 19. febrúar 2020 (2020010008)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Baldur Þ. Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 5. fundar lýðheilsuráðs
4. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 19. febrúar 2020 (2020010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét Ólöf A. Sanders, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét Þórarinsdóttir og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 6. fundar menningar- og atvinnuráðs
5. Fundargerð framtíðarnefndar 19. febrúar 2020 (2020010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Styrmir Gauti Fjeldsted, Margrét Ólöf A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Baldur Þ. Guðmundsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 6. fundar framtíðarnefndar
6. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 20. febrúar 2020 (2020010252)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir sem lagði fram eftirfarandi bókun:
„Fyrirspurnir til hafnarstjórnar Reykjaneshafnar – óskað er eftir að þær fari í fundargerð og verði bókaðar og þeim verði svarað sem fyrst á vettvangi bæjarstjórnar
1. Hverjar eru skuldir Reykjaneshafnar 1. janúar 2020?
2. Í fundargerð frá 20. febrúar s.l. kemur fram að endurfjármagna eigi langtímaskuldir hafnarinnar, hvað eru þær háar?
3. Hvað eru skammtímaskuldir hafnarinnar háar?
4. Á sama fundi var veitt heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að mæta fjárþörf til greiðslu afborgana á skuldbindingum gagnvart sjóðnum meðan endurfjármögnun þeirra skuldbindinga liggur fyrir. Hver er upphæð þessa láns?
5. Vofir greiðslufall yfir Reykjaneshöfn komi þessi lánveiting ekki til?
6. Hvað greiddi höfnin í vexti af lánum 2019, 2018, 2017, 2016 og 2015?
7. Hverjar voru tekjur Reykjaneshafnar 2019, 2018, 2017, 2016 og 2015?
8. Er unnið að leiðum til að auka tekjur Reykjaneshafnar, ef svo er hverjar eru þær?“
Margrét Þórarinsdóttir Miðflokki (M)
Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 238. fundar stjórnar Reykjaneshafnar
7. Fundargerð barnaverndarnefndar 24. febrúar 2020 (2020010004)
Lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 267. fundar barnaverndarnefndar
8. Erindisbréf framtíðarnefndar (2020010501)
Lagt fram erindisbréf framtíðarnefndar.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir sem lagði fram eftirfarandi bókun:
„Samkvæmt erindisbréfi Framtíðarnefndar er nefndinni ætlað að fjalla um helstu tækifæri og áskoranir samfélagsins í framtíðinni, lýðræðislega þátttöku íbúa, lýðræðislegar breytingar, auka sjálfvirknivæðingu, stafræna stjórnsýslu og skapa framtíðarstefnumörkun gagnvart loftslagsmálum og fl. Framtíðarnefndin er skipuð fimm fulltrúum og er það gagnrýnt enn á ný að allir flokkar sem hlutu kosningu í bæjarstjórnarkosningunum hafi ekki aðkomu að þessari nefnd. Það beinlínis fer gegn markmiðum nefndarinnar að útiloka bæjarfulltrúa frá starfi nefndarinnar þar sem eitt markmið með stofnun hennar er að fjalla um lýðræðislega þátttöku íbúa. Hér með er skorað á meirihlutann að breyta þessum samþykktum til að raddir bæjarfulltrúa sem allir sækja umboð sitt til kjósenda komist að í nefndarvinnunni.“
Margrét Þórarinsdóttir Miðflokki (M)
Erindisbréf framtíðarnefndar samþykkt 11-0 óbreytt.
Fylgigögn:
Erindisbréf framtíðarnefndar
9. Framtíðarstefna bókasafns Reykjanesbæjar (2019100107)
Framtíðarstefna bókasafns Reykjanesbæjar lögð fram til fyrri umræðu. Friðjón Einarsson fylgdi stefnunni úr hlaði.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét Ólöf A. Sanders, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa framtíðarstefnu Bókasafns Reykjanesbæjar til seinni umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Bókasafn Reykjanesbæjar - framtíðarsýn 2030
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.