584. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 17. mars 2020, kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Andri Örn Víðisson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 5. og 12. mars 2020 (2020010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson og Friðjón Einarsson.
Bæjarstjóri tók síðan til máls og fór yfir þau atriði sem Reykjanesbær, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Brunavarnir Suðurnesja og Lögreglan á Suðurnesjum hafa gripið til vegna COVID-19 veirunnar.
Til máls tóku Friðjón Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1259. fundar bæjarráðs 5. mars 2020
Fundargerð 1260. fundar bæjarráðs 12. mars 2020
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 6. mars 2020 (2020010012)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 6. mars til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Heiðarból 27 - Niðurstaða grenndarkynningar (2020010200) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Flugvellir 14 - Niðurstaða grenndarkynningar (2020010202) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Reykjanesvegur 54 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019120214) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Hólamið 26 - Fyrirspurn (2020030060) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Tólfti liður fundargerðarinnar Einidalur 5 - Fyrirspurn um stækkun á byggingareit (2020021013) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Þrettándi liður fundargerðarinnar Hafnarbakki 10 - Fyrirspurn (2019120105) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fjórtándi liður fundargerðarinnar Hólmbergsbraut 9 - Fyrirspurn (2020021382) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 245. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 6. mars 2020
3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 4. mars 2020 (2020010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0. Guðbrandur Einarsson (Y) lýsti sig vanhæfan undir lið 18.
Fylgigögn:
Fundargerð 7. fundar menningar- og atvinnuráðs 4. mars 2020
4. Fundargerð fræðsluráðs 6. mars 2020 (2020010006)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Andri Örn Víðisson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 331. fundar fræðsluráðs 6. mars 2020
5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 10. mars 2020 (2020010205)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson og Margrét Þórarinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0. Guðbrandur Einarsson (Y) lýsti sig vanhæfan undir lið 3 a).
Fylgigögn:
Fundargerð 138. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 10. mars 2020
6. Fundargerð lýðheilsuráðs 11. mars 2020 (2020010008)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 6. fundar lýðheilsuráðs 11. mars 2020
7. Fundargerð velferðarráðs 11. mars 2020 (2020010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
Fylgigögn:
Fundargerð 385. fundar velferðarráðs 11. mars 2020
8. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 12. mars 2020 (2020010252)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.
Fylgigögn:
Fundargerð 239. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 12. mars 2020
9. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar – fyrri umræða (2020010372)
Friðjón Einarsson tók til máls og fylgdi húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar úr hlaði.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Andri Örn Víðisson, Guðbrandur Einarsson og Díana Hilmarsdóttir.
Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar vísað til síðari umræðu 7. apríl nk. Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50