585. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar – aukafundur – fjarfundur 24. mars 2020, kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
1. Heimild vegna fjarfunda bæjarstjórna og kjörinna nefnda (2020030305)
Forseti fylgdi málinu úr hlaði og gaf síðan orðið laust. Fyrir liggur eftirfarandi tillaga:
Með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 18. mars 2020, er lagt til að bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykki að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Reykjanesbæjar.
Auk þess er lagt til að leiðbeiningar um framkvæmd fjarfunda, sem fyrir fundinum liggja, verði samþykktar.
Tillagan samþykkt samhljóða ásamt leiðbeiningum.
Fylgigögn:
Tillaga um heimild vegna fjarfunda bæjarstjórnar og kjörinna nefnda
Leiðbeiningar fjarfundir
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:05