587. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 21. apríl 2020 kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.
1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 16. apríl 2020 (2020010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson og Margrét Þórarinsdóttir (M) sem lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs 16. apríl 2020
„Miðflokkurinn situr hjá í þessu máli. Miðflokkurinn tekur undir sjónarmið um vanhæfni forseta bæjarstjórnar. Varðandi vanhæfi bæjarstjóra kveður álitsgerð Ara Karlssonar lögmanns ekki afdráttarlaust á um að bæjarstjóri sé vanhæfur heldur getur það fallið til beggja átta. Miðflokkurinn leggur áherslu á að þegar vafi leikur á um hæfi sé það góð stjórnsýsla að stíga til hliðar.“ Margrét Þórarinsdóttir (M)
Forseti gaf orðið laus um fundargerðirnar. Til máls tók Margrét A. Sanders.
Fundargerðirnar samþykktar 11 – 0. Margrét Þórarinsdóttir situr hjá í máli 4 í fundargerð bæjarráðs frá 16. apríl 2020.
Fylgigögn:
Fundargerð 1264. fundar bæjarráðs
Fundargerð 1265. fundar bæjarráðs
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 17. apríl 2020 (2020010012)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi lið fundargerðarinnar 17. apríl til sérstakrar samþykktar:
Annar liður fundargerðarinnar Nesvellir – Breyting á deiliskipulagi (2020040156).
Til máls tók Margrét A. Sanders. Samþykkt með 11 atkvæðum.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 247. fundar umhverfis- og skipulagsráðs
3. Fundargerð lýðheilsuráðs 6. apríl 2020 (2020010008)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Anna Sigríður Jóhannesdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 7. fundar lýðheilsuráðs
4. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 7. apríl 2020 (2020010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 8. fundar menningar- og atvinnuráðs
5. Fundargerð velferðarráðs 8. apríl 2020 (2020010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir (M) sem lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs frá 8. apríl 2020
„Þetta eru sláandi tölur og eiga eflaust eftir að hækka í ljósi þess ástands sem við erum að glíma við.
Kostnaður vegna stjórnsýslunnar hækkaði um 40 milljónir í síðustu fjárhagsáætlun. Ég spyr því meirihlutann hvort að það komi til greina að lækka þennan kostnað eins og að lækka laun æðstu stjórnenda Reykjanesbæjar? Sérstaklega í ljósi þess að tekjur koma til með að fara hratt lækkandi og gjöld að sama skapi hækka vegna veirufaraldursins.“ Margrét Þórarinsdóttir (M)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson og Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 386. fundar velferðarráðs
6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 14. apríl 2020 (2020010205)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson og Margrét A. Sanders.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 139. fundar íþrótta- og tómstundaráðs
7. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 16. apríl 2020 (2020010252)
Þriðja mál frá 240. fundi stjórnar Reykjaneshafnar 16. apríl 2020 var tekið sérstaklega fyrir með eftirfarandi bókun:
a) Lánasamningur LSS nr. 2004_29
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 231.111.673.- kr., að útgreiðslufjárhæð 251.000.000.- kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurfjármögnunar á lánum Reykjaneshafnar, sem falla undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjanesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.“
b) Lánasamningur LSS nr. 2004_30
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 340.123.420.- kr., að útgreiðslufjárhæð 380.000.000.- kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurfjármögnunar á lánum Reykjaneshafnar, sem falla undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Kjartani Má Kjartanssyni, kennitala ekki birt, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Reykjanesbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.“
Heimildin samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0. Lið 4 úr fundargerðinni er vísað til forsetanefndar.
Fylgigögn:
Fundargerð 240. fundar stjórnar Reykjaneshafnar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.