588. fundur

05.05.2020 17:00

588. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 5. maí 2020 kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

Í upphafi fundar var tveimur bæjarstjórnarmönnum afhent blóm í tilefni af setu á 200 bæjarstjórnarfundum, Gunnar Þórarinsson sem náði þeim áfanga 7. apríl og Friðjón Einarsson þann 21. apríl.

1. Fundargerðir bæjarráðs 22. og 30. apríl 2020 (2020010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs frá 22. apríl 2020:

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa ánægju sinni með þá miklu samstöðu sem stjórn Reykjaneshafna með hafnarstjóra í broddi fylkingar hafa sýnt og þá frábæru vinnu sem þessi hópur hefur unnið í samvinnu við fjölda stjórnmálamanna, einstaklinga og fyrirtækja. Með samvinnu koma tækifærin í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum í heild. Ein af tillögum sem komið hafa fram er að Landhelgisgæslan flytji skipaflotann til Reykjaneshafna. Skipasmíðastöðin hefur lagt fram metnaðarfulla áætlun um frekari uppbyggingu í Reykjanesbæ, uppbyggingu sem getur skapað um 100 ný störf til frambúðar og aukið umsvif annarra fyrirtækja á svæðinu. Tækifærin koma ekki af sjálfu sér og við verðum að standa að því að nýta þau sem gefast til atvinnusköpunar fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Í miklu atvinnuleysi er mikilvægara en aldrei fyrr að standa saman þvert á flokka, bæði í bæjarstjórn, á alþingi og í ríkisstjórn. Við hvetjum því bæjarstjórn til að standa með stjórn Reykjaneshafna í þeirra viðleitni að skapa atvinnu og vonum að samstaðan skili sér í enn fleiri atvinnutækifærum í Reykjanesbæ sem og á Suðurnesjum öllum.“

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Margrét A. Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson og Margrét Þórarinsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1266. fundar bæjarráðs
Fundargerð 1267. fundar bæjarráðs

2. Fundargerð framtíðarnefndar 22. apríl 2020 (2020010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Styrmir Gauti Fjeldsted, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 8. fundar framtíðarnefndar

3. Fundargerð barnaverndarnefndar 27. apríl 2020 (2020010004)

Fundargerðin lögð fram án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 269. fundar barnaverndarnefndar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10.