590. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 2. júní 2020 kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 28. maí 2020 (2020010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs frá 28. maí 2020:
„Eins og fram kemur í skýrslunni hafði Reykjanesbær skuldbundið sig með sérstökum samningi við United Silicon að afgreiða umsóknir um byggingarleyfi innan 6 virkra daga. Slíkur samningur er ólögmætur og á sér ekki hliðstæðu í stjórnsýslunni. Skýrsluhöfundar leggja ríka áherslu á þetta. Með því voru mannvirkjalög og byggingarreglugerð brotin. Hafa ber í huga að þessi ólögmæti samningur skrifast fyrst og fremst á meirihluta bæjarstjórnar á þeim tíma. Embættismenn á vegum sveitarfélagsins koma ekki að slíkri samningagerð, ef svo ólíklega vildi til, væri það aldrei gert nema að fyrirmælum meirihluta bæjarstjórnar.
Skýrsluhöfundar benda réttilega á að sá stutti tími sem afgreiða þurfti umsóknir United Silicon hafi aukið líkur á því að mistök yrðu gerð í afgreiðslu umsókna og að eftirlit yrði af skornum skammti. Það kom síðan á daginn að mörg afdrifarík mistök áttu sér stað af hálfu starfsmanna og stofnana Reykjanesbæjar.
Niðurstaða skýrslunnar er sláandi og áfellisdómur yfir stjórnsýslu bæjarins. Afleiðingarnar voru afdrifaríkar og öllum bæjarbúum kunnar. Ábyrgðin er fyrst og fremst pólitísk, það má glöggt sjá í áðurnefndum ólögmætum 6 daga samningi. Brottrekstur þáverandi byggingarfulltrúa var fyrst og fremst táknrænn. Ábyrgðin er hjá þáverandi meirihluta sem sá um daglegan rekstur bæjarfélagsins og var æðsti yfirmaður starfsliðs.“
Margrét Þórarinsdóttir (M)
Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Baldur Þórir Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð_1270._fundar_bæjarráðs_19._maí_2020
Fundargerð_1271._fundar_bæjarráðs_28._maí_2020
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. maí 2020 (2020010012)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Friðjón Einarsson og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð_249._fundar_umhverfis-_og_skipulagsráðs_20._maí_2020
3. Fundargerð framtíðarnefndar 20. maí 2020 (2020010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Styrmir Gauti Fjeldsted.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð_9._fundar_framtíðarnefndar_20._maí_2020
4. Fundargerð barnaverndarnefndar 25. maí 2020 (2020010004)
Fundargerðin lögð fram. Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.
Fylgigögn:
Fundargerð_270._fundar_barnaverndarnefndar_25._maí_2020
5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 26. maí 2020 (2020010205)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 1 í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. maí 2020:
„Óska eftir að lið 1 í fundargerð verði vísað í bæjarráð til frekari umræðu.“
Margrét Þórarinsdóttir (M), Margrét Sanders (D), Baldur Guðmundsson (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D) og Gunnar Þórarinsson (Á).
Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Friðjón Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir, Margrét A. Sanders, Baldur Þórir Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Jóhann Friðrik Friðriksson.
Forseti bar upp til samþykktar að málum 1 og 2 úr fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs verði vísað til næsta bæjarráðsfundar 4. júní. Var það samþykkt 11-0.
Forseti bar upp til samþykktar að máli 3 verði vísað til bæjarráðs. Var það fellt 6-0, Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Díana Hilmarsdóttir (B) og Jóhann Friðrik Friðriksson (B) greiddu atkvæði á móti, Margrét A. Sanders (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þórir Guðmundsson (D), Margrét Þórarinsdóttir (M) og Gunnar Þórarinsson (Á) greiddu atkvæði með.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð_140._fundur_ÍT_26.05.2020
6. Svör við fyrirspurn Margrétar Þórarinsdóttur Miðflokki um þróunarsvæði Jarðvangs (2020040422)
Kjartan Már Kjartansson lagði fram svör við fyrirspurnum Margrétar Þórarinsdóttur (M).
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir.
Fylgigögn:
Svör_við_fyrirspurn_Margrétar_Þórarinsdóttur.
7. Ársreikningur Reykjanesbæjar og stofnana hans 2019 - síðari umræða (2019110195)
Forseti gaf Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra orðið þar sem hann fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á ársreikningi frá fyrri umræðu.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Baldur Þórir Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson og Sturla Jónsson endurskoðandi frá Grant Thornton.
Margrét A. Sanders tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa minnihlutans:
„Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fagnar því að samkvæmt ársreikningi 2019 er Reykjanesbær undir lögbundnu skuldaviðmiði.
Afkoman er mjög góð, rúmlega 5 milljarðar, sem skýrist að mestu af einskiptistekjum s.s. tekjum af svokölluðum Magmabréfum, bókhaldsfærslum og 15% hækkun á tekjum af fasteignasköttum, samkvæmt endurskoðunarskýrslu.
Nú eru blikur á lofti um að tekjur minnki verulega og ekki endalaust hægt að leggja auknar álögur á bæjarbúa. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að auka tekjur með fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum. Þar þarf Reykjanesbær að gegna lykilhlutverki.“
Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Margrét A. Sanders (D), Gunnar Þórarinsson (Á) og Margrét Þórarinsdóttir (M).
Til máls tók Guðbrandur Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar Leiðar:
„Í drögum að ársreikningi sem lagður var fram til fyrri umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi var að finna einskiptis tekjufærslu upp á 1.288 milljónir sem endurskoðendur sveitarfélagsins leggja nú til að hljóði upp á 728 milljónir eins og kemur fram í endurskoðendaskýrslu sem fylgir með ársreikningi.
Þetta byggja þeir á verðmati tveggja fasteignasala sem fyrir liggur.
Sú tekjufærsla sem birtist í fyrri umræðu um ársreikning byggðist hins vegar á mismun á yfirtökuverði og bókfærðu verði eignanna, sem aftur byggðist á þeim skuldum sem á eignunum hvíldu þegar þær voru keyptar yfir í bæjarsjóð sínum tíma.
Þrátt fyrir að ekki sé að fullu ljóst hvert raunverulegt virði þessara eigna er og þrátt fyrir að óheppilegt sé að leiðrétting sem þessi skuli eiga sér stað á milli umræðna um ársreikning, telur meirihluti bæjarstjórnar engu að síður rétt að fara að tilmælum endurskoðenda, enda hefur þessi niðurfærsla hvorki áhrif á skuldaviðmið né á handbært fé bæjarsjóðs.
Bæjarsjóður skilar þrátt fyrir breytingu jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nemur vel á sjötta milljarð.“
Guðbrandur Einarsson (Y), Díana Hilmarsdóttir (B), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).
Til máls tóku Baldur Þórir Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Ársreikningur 2019 samþykktur 10-0. Margrét Þórarinsdóttir sat hjá.
Fylgigögn:
Reykjanesbær endurskoðunarskýrsla 2019
Reykjanesbær ársreikningur 2019
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30.