592. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 18. ágúst 2020 kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerð bæjarráðs 13. ágúst 2020 (2020010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs frá 13. ágúst 2020:
„Lýst er yfir miklum vonbrigðum með fjárhagshlið- og stöðu Stapaskóla. Það er ólíðandi að sveitarfélagið hafi ekki gætt að þeim málum fyrr en nú. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að ekki verði haldið áfram með málið fyrr en bæjarráð hefur fengið ítarlega kynningu á fjárhagsmálefnum skólans eins og kom fram í bókun Sjálfstæðisflokksins á síðasta bæjarráðsfundi þann 13. ágúst sl. og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins og Frjáls Afls studdu og tóku undir.
Það er ljóst að sveitarfélagið getur ekki gengið að kosti A að samþykkja viðauka og verktaki mun skila skólanum samkvæmt dagsetningum viðauka og að skólahald hefjist 24. ágúst eins og til stóð. Meirihlutinn hefur þegar samþykkt þessa leið með væntanlegum tilheyrandi kostnaði fyrir útsvarsgreiðendur. Að ákveða að falla frá dagsektum er mjög óábyrgt og að samþykkja aukaverk frá verktakanum og taka upp í skuld dagsekta er fáheyrt. Bæði meirihlutinn og verktakinn hafa brugðist í þessu máli og og þeir sem gjalda fyrir þessi vinnubrögð eru tilvonandi nemendur við skólann. Verði leið A farin skapar það mikið fordæmi fyrir framtíðina á kostnað sveitarfélagsins. Engin önnur leið er fær en leið B sem gengur út á að hafna viðauka og verktaki mun draga úr framkvæmdum (yfirvinnu) til minnka kostnað og mun ekki skila skólanum á þeim tíma sem við þurfum svo hægt sé að nýta húsnæðið fyrir skólahald í haust. Það verður að hafa það að við taka málaferli þar sem verktaki og verkkaupi takast á um réttmætar (og óréttmætar) bætur. Verkkaupi/Reykjanesbær, mun beita dagsektum og verktaki mun halda sínum fullnaðarkröfum til að lágmarka tjón sitt. Það er skólaskylda í landinu og bæjarfélaginu ber skylda samkvæmt lögum að finna pláss í skólum bæjarins fyrir þau börn sem hefja áttu nám við skólann í haust.“
Margrét Þórarinsdóttir (M)
Til máls tóku Jóhann Friðrik Friðriksson, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðbrandur Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir og Baldur Þórir Guðmundsson.
Margrét Þórarinsdóttir (M) greiðir atkvæði gegn fyrsta máli. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1281. fundar bæjarráðs 13. ágúst 2020
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 7. ágúst 2020 (2020010012)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi lið fundargerðarinnar frá 7. ágúst til sérstakrar samþykktar:
Sjötti liður fundargerðarinnar Mýrdalur 1 niðurstaða grenndarkynningar (2020050012) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Brekadalur 65 - Niðurstaða grenndarkynningar (2020050025) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Vegtenging við Þjóðbraut (2020070394) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Dalshverfi II - Deiliskipulag (2019050472) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Dalshverfi III - Nýtt Deiliskipulag (2019050472) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Hlíðarhverfi - Nýtt Deiliskipulag (2019120007) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Tólfti liður fundargerðarinnar Brekadalur 11 - Fyrirspurn (2020080040) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Þórir Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 253. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 7. ágúst 2020
3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 12. ágúst 2020 (2020010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Baldur Þórir Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kjartan Már Kjartansson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur Einarsson lagði fram tillögu um að vísa 3. máli fundargerðarinnar til bæjarráðs. Samþykkt með öllum atkvæðum.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 12. ágúst 2020
4. Fundargerð velferðarráðs 12. ágúst 2020 (2020010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders, Baldur Þórir Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson og Díana Hilmarsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 389. fundar velferðarráðs 12. ágúst 2020
5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 13. ágúst 2020 (2020010252)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson, Friðjón Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Baldur Þórir Guðmundsson og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 243. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 13. ágúst 2020
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30