607. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 16. mars 2021, kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 4. og 11. mars 2021 (2021010002)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson og Kjartan Már Kjartansson.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (M) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs frá 4. mars 2021:
„Ég vona svo sannarlega að öll þessi störf sem ríkistjórnin talar um verði að veruleika. Í því sambandi má minna á að Miðflokkurinn á Alþingi lagði til breytingartillögu við fjárlög þessa árs um tveggja milljarðar framlag til að draga úr atvinnuleysi á Suðurnesjum. Tillagan var fullfjármögnuð, en var felld með 30 atkvæðum ríkisstjórnarflokkanna gegn 27.“
Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki.
Til máls tók Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1309. fundur bæjarráðs 4. mars 2021
Fundargerð 1310. fundar bæjarráðs 11. mars 2021
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 5. mars 2021 (2021010010)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 5. mars til sérstakrar samþykktar:
Annar liður fundargerðarinnar Brimdalur 3 - Breyting á byggingareit (2021010381) samþykktur 11-0 án umræðu.
Þriðji liður fundargerðarinnar Baugholt 23 - Bílskúr (2020080237) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Eikardalur 2 - Breyting á byggingareit (2020040245) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Skólavegur 22 - Breyting á bílskúr (2021010614) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Brekadalur 14-20 (2020100479) samþykktur 9-0 án umræðu, bæjarfulltrúarnir Margrét A. Sanders (D) og Gunnar Þórarinsson (Á) sitja hjá.
Áttundi liður fundargerðarinnar Bakkastígur 12 - Lóðarstækkun (2021030044) samþykktur 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 266. fundar umhverfis- og skipulagsráð 5. mars 2021
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 9. mars 2021 (2021010006)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (M) og lagði fram eftirfarandi bókanir:
Liður 4 í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. mars 2021:
„Ég fagna þessum samningi að hann hafi verið samþykktur enda skiptir hann miklu máli eins og allir samningar sem eru gerðir til að efla barna og ungmennastarf.“
Liður 5 í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. mars 2021:
„Ég tek heilshugar undir með umsögn ungmennaráðs Reykjansbæjar. Mjög flottur rökstuðningur frá ráðinu. Ég vil hrósa þeim fyrir flotta umsögn.“
Liður 6 í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. mars 2021:
„Ég vil þakka samtakahópnum og starfsfólki Fjörheima fyrir mjög svo fræðandi og áhugaverð myndbönd um skaðsemi orkudrykkja á börn og unglinga. Frábært framtak hjá þeim. Það er mikið áhyggjuefni hvað börn og unglingar drekka mikið af þessum drykkjum. Að á Íslandi skuli vera mesta neysla á orkudrykkjum í allri Evrópu er mjög sláandi. Koffíndrykkja ýtir undir áhættuhegðun og er koffín algengasta ávanabindandi efnið á markaðnum í dag. Forvarnir eru mjög mikilvægar eins og það hefur sýnt sig í öllu forvarnarstarfi.“
Liður 7 í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. mars 2021:
„Ég tek heilshugar undir þessa beiðni frá íbúa Reykjanesbæjar og tel að hér sé um lýðheilsumál að ræða. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bakið á atvinnuleitendum. Því lengra sem líður að einstaklingur er án atvinnu er hætta á að viðkomandi endi á örorkubótum. Mikilvægt er að einstaklingar í atvinnuleit haldi félagslegri virkni. Styrkja þarf og efla þennan hóp og einn liður í því er að veita þeim frítt í sund til að rækta sálina.“
Liður 8 í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. mars 2021:
„Ég tek undir orð íþrótta- og tómstundaráðs og óska stjórnendum og nemendum Háaleitisskóla sem og stjórnendum Fjörheima til hamingju með opnun á nýju félagsmiðstöðinni sem á án efa eftir að koma að góðum notum.“
Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Gunnar Þórarinsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð ÍT 148. fundur 09.03.2021
4. Fundargerð velferðarráðs 10. mars 2021 (2021010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Guðbrandur Einarsson.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (M) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs frá 10. mars 2021:
„Ánægjulegt að sjá í fundargerð velferðarráðs hvað mörg og þörf verkefni eru í vinnslu og styð ég öll þessi verkefni af heilum hug enda eru þau þörf og mikilvæg. Ég vil þakka öllum verkefnastjórum sem starfa við þessi mikilvægu verkefni. Mig langar samt að nefna eitt verkefni umfram annað en það er innleiðing barnasáttmálans.
Ég vil þakka Hirti Magna fyrir frábæra verkefnastjórn. Ég hlaut þann heiður að fá að starfa í þessu verkefni ásamt Guðbrandi Einarssyni bæjarfulltrúa. Ánægjulegt er að Reykjanesbær er að taka þátt í því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og gera Reykjanesbæ að barnvænu samfélagi.“
Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 396. fundar velferðarráðs 10. mars 2021
5. Fundargerð lýðheilsuráðs 11. mars 2021 (2021010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þ. Guðmundsson,
Kjartan Már Kjartansson, Gunnar Þórarinsson og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 17. fundar lýðheilsuráðs 11. mars 2021
6. Fundargerð fræðsluráðs 12. mars 2021 (2021010005)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 341. fundar fræðsluráðs 12. mars 2021
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.