609. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 20. apríl 2021, kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 15. apríl 2021 (2021010002)
Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp eftirfarandi til samþykktar:
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir, með vísan til 3. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.og ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 30. mars 2021, að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Reykjanesbæjar.
Heimild þessi tekur gildi 1. apríl 2021 og gildir til 31. júlí 2021.
Samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar:
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs frá 15. apríl 2021:
„Nú liggur fyrir minnisblað frá fjármálaskrifstofu þar sem tekið hefur verið saman mismunandi lóðarleigusamningar sem eru hjá Reykjanesbæ. Eigendur lóða eru Reykjanesbær, ríkið og einstaklingar. Lóðarleiga er mismunandi, stór hluti er hlutfall af lóðarmati, aðrir tengdir lægstu launum verkamanns svo dæmi séu tekin. Íbúar Reykjanesbæjar hafa fundið fyrir mikilli hækkun lóðarleigu og er mikilvægt fyrir íbúana að þessi mál séu tekin föstum tökum og Reykjanesbær stuðli að því að ná utan um málið og beiti sér eins og hægt er fyrir samræmi.
Bæjarstjórn leggur því til eftirfarandi:
1. Reykjanesbær hefji sem fyrst samningaviðræður við ríkið um kaup eða leigu á lóðum sem eru á Ásbrúarsvæðinu, sem yrðu síðan framleigðar til leiguhafa á Ásbrúarsvæðinu.
2. Reykjanesbær hefji undirbúning á að kaupa þær lóðir innan bæjarmarka sveitarfélagsins sem eru falar.
3. Skoðaðir verði möguleikar á samræmingu á lóðarleigusamningum á þeim lóðum sem Reykjanesbær á.“
Margrét Sanders (D), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Guðbrandur Einarsson (Y), Margrét Þórarinsdóttir (M), Gunnar Þórarinsson (Á), Friðjón Einarsson (S), Baldur Þórir Guðmundsson (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Díana Hilmarsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).
Til máls tók Jóhann Friðrik Friðriksson.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (M) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 10 í fundargerð bæjarráðs frá 15. apríl 2021:
„Þrátt fyrir mikla umræðu um sölu Íslendings ehf þann 2. febrúar og útskýringar bæjarstjóra og formanns bæjarráðs virðist málinu ekki lokið. Hafi viðræður verið í gangi við annan aðila ber að upplýsa um þær og með hvaða hætti og á hvaða forsendum þeim var slitið. Upplýsa þarf hvers vegna samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendir Reykjanesbæ ítarlegan spurningalista um söluferlið. Af viðbrögðum ráðuneytisins mætti ætla að gagnsæis og góðra stjórnarhátta hafi ekki verið gætt.“
Margrét Þórarinsdóttir Miðflokki
Til máls tóku Jóhann Friðrik Friðriksson, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Gunnar Þórarinsson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1314. fundur bæjarráðs 8. apríl 2021
Fundargerð 1315. fundur bæjarráðs 15. apríl 2021
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 9. apríl 2021 (2021010010)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 5. mars til sérstakrar samþykktar:
Fjórði liður fundargerðarinnar Aðalgata 17 - bygging á lóð niðurstaða grenndarkynningar (2021020392). Forseti lagði til að þessum lið verði vísað til frekari afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs. Samþykkt 11-0.
Fimmti liður fundargerðarinnar Sunnubraut 15 - stækkun á húsi (2021030295) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Hafnarbraut 2 - ósk um lóðarstækkun (2020050255) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Breiðbraut 675 - ósk um lóðarminnkun (2021040049) samþykktur 11-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Bolafótur 1 - stækkun (2019050630) samþykktur 11-0 án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Völuás 12 - breyting á byggingarreit (2021020344) samþykktur 11-0 án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Bogabraut 960 - fjölgun íbúða (2021010577) samþykktur 11-0 án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Algalíf - Ósk um endurskoðun ákvörðunar (2021020388) samþykktur 11-0 án umræðu.
Tólfti liður fundargerðarinnar Framkvæmdaleyfi Isavia vegna þjónustuvegar frá Aðalgötu (2020070360) samþykktur 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 268. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 9. apríl 2021
3. Fundargerð lýðheilsuráðs 8. apríl 2021 (2021010007)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Baldur Þ. Guðmundsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 18. fundar lýðheilsuráðs 8. apríl 2021
4. Fundargerð velferðarráðs 14. apríl 2021 (2021010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Díana Hilmarsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 397. fundar velferðarráðs 14. apríl 2021
5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 15. apríl 2021 (2021010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Guðbrandur Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 251. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 15.04.2021
6. Fundargerð fræðsluráðs 16. apríl 2021 (2021010005)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 342. fundar fræðsluráðs 16. apríl 2021
7. Þjónustu- og gæðastefna Reykjanesbæjar – fyrri umræða (2021020193)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðbrandur Einarsson sem fylgdi þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar úr hlaði.
Þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar 4. maí 2021. Samþykkt 11-0.
8. Menningarstefna Reykjanesbæjar – síðari umræða (2019051729)
Forseti gaf orðið laust um menningarstefnu Reykjanesbæjar. Friðjón Einarsson fór yfir þær breytingar sem komið hafa fram milli funda.
Til máls tóku Guðbrandur Einarsson og Baldur Þ. Guðmundsson.
Menningarstefna Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Menningarstefna 2020 - 2025
9. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar – síðari umræða (2020021391)
Forseti gaf orðið laust um umhverfis- og loftlagsstefnu Reykjansbæjar.
Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar samþykkt án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30