620. fundur

16.11.2021 17:00

620. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 16. nóvember 2021, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Jasmina Vajzovic Crnac, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir, Ríkharður Ibsen, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

Þá göngum við til dagskrár og tökum fyrir fyrsta mál fundarins sem eru fundargerðir bæjarráðs frá 4. og 11. nóvember sl. en áður en ég gef orðið laust langar mig til að segja ykkur frá því að bæjarstjóri vor Kjartan Már Kjartansson sat sinn þrjú hundraðasta fund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 2. nóvember.

Fyrsti fundurinn sem Kjartan Már sat var 8. fundur sveitarfélagsins sem haldinn var 4. október 1994 og þann fund sat hann sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Kjartan kemur síðan inn sem aðalbæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn árið 1998 og sat hann síðan sem bæjarfulltrúi kjörtímabilin 1998-2002 og 2002-2006. Á þessum tíma sat Kjartan 159 fundi sem aðal- og varafulltrúi, þar af 16 fundi sem forseti bæjarstjórnar.

Kjartan var síðan ráðinn bæjarstjóri árið 2014 og sat sinn fyrsta fund sem slíkur á 460. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 3. september 2014. Hann hefur frá þeim tíma setið 141 fund sem bæjarstjóri kjörtímabilin 2014 – 2018 og frá 2018 til dagsins í dag. Kjartan er í dag að sitja sinn 301. fund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Það var mikil fengur fyrir nýjan meirihluta sem tók við á árinu 2014 að fá Kjartan Má til liðs við sig og hefur hann verið algjörlega ómetanlegur í starfi sínu sem bæjarstjóri.
Að hafa bæjarstjóra sem þekkir sveitarfélagið sitt út og inn og tekur þátt í samfélaginu af lífi og sál er mikilvægt hverju sveitarfélagi og þannig bæjarstjóri er Kjartan Már Kjartansson. Ég vil biðja bæjarstjóra um að koma hérna til mín og þiggja frá okkur blómvönd af þessu tilefni með þökk fyrir mikilvæg störf í þágu sveitarfélagsins.

1. Fundargerðir bæjarráðs 4. og 11. nóvember 2021 (2021010002)

Forseti gaf orðið laust til sérstakrar samþykktar lið 2 í fundargerð bæjarráðs frá 11. nóvember, úthlutunarreglur vegna norðurhluta Dalshverfis III og heimild að farið verði í kynningu á þeim hluta hverfisins. Samþykkt 11-0.

Til máls tóku Ríkharður Ibsen, Margrét Þórarinsdóttir og Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðirnar samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fundargögn:

Fundargerð 1343. fundur bæjarráðs 4. nóvember 2021
Fundargerð 1344. fundar bæjarráðs 11. nóvember 2021

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 5. nóvember 2021 (2021010010)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 15. október til sérstakrar samþykktar:

Annar liður fundargerðarinnar Sjávargata 33 - fjölgun íbúða (2019050576) samþykktur 11-0 án umræðu.
Þriðji liður fundargerðarinnar Hringbraut 77 – grenndarkynning (2021090004) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Brekadalur 4 - stækkun á byggingarreit (2021110032) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Ríkharður Ibsen.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fundargögn:

Fundargerð 280. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 5. nóvember 2021

3. Fundargerð fræðsluráðs 4. nóvember 2021 (2021010005)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Anna Sigríður Anna Jóhannesdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fundargögn:

Fundargerð 347. fundar fræðsluráðs 4. nóvember 2021

4. Fundargerð velferðarráðs 10. nóvember 2021 (2021010011)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jasmina Vajzovic Crnac, Guðbrandur Einarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson og Ríkharður Ibsen.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fundargögn:

Fundargerð 404. fundar velferðarráðs 10. nóvember 2021

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15