625. fundur

01.02.2022 17:00

625. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 1. febrúar 2022, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 20. og 27. janúar 2022 (2022010004)

Áður en gengið var til dagskrár lagði forseti fram eftirfarandi bókun vegna frumvarps til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2, 152. Löggjafarþing, 11. mál, þingskjal nr. 11.

„Undirbúningur að uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir á annan áratug og ennþá er ekki komin niðurstaða um hvernig línan verði lögð.
Núverandi staða málsins er algerlega óviðunandi.
Það er fyrir löngu orðið mjög aðkallandi að auka afhendingaröryggi raforku til Reykjanesbæjar, sem og til að mæta eftirspurn og þörf fyrir aukna raforku bæði vegna mikillar fjölgunar íbúa og uppbyggingar atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að það sé brýnt og aðkallandi að fá niðurstöðu varðandi uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 og að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst.
Bæjarstjórn gerir þá kröfu að allir viðkomandi aðilar leggi sitt af mörkum til lausnar málsins, hvort sem það á við um sveitarfélög á svæðinu, Landsnet eða stjórnvöld sem málið varðar, stofnanir ríkisins, ráðuneyti og Alþingi.“

Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Gunnar Þórarinsson (Á), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Margrét A. Sanders (D), Margrét Þórarinsdóttir (M) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Friðjón Einarsson og veitti svör við eftirfarandi fyrirspurn:

Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins lögð fram á bæjarstjórnarfundi 18. janúar 2022:

„Í viðtali á Bylgjunni 16. janúar síðastliðinn var viðtal við oddvita Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formann bæjarráðs Friðjón Einarsson, þar sem hann fullyrðir að tap Reykjanesbæjar vegna Helguvíkur sé 6 – 7 milljarðar.
Vegna þessa óskum við eftir að formaður bæjarráðs útskýri fyrir okkur bæjarfulltrúum og bæjarbúum hvaðan hann fær þessar tölur og í hverju þær felast.“

Svar Friðjóns Einarssonar við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins:

„Allar fjármálaupplýsingar eru endurskoðaðar og liggja fyrir á heimasíðum Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar.
Þróun skulda hjá Reykjaneshöfn hefur verið eftirfarandi:

  Skuldir Eigið fé  
2002 1.221 millj. kr. eigið fé neikvætt 626 millj. kr.
2006 2.305  eigið fé neikvætt 1.432
2010 5.676  eigið fé neikvætt 2.674
2014 7.822  eigið fé neikvætt 4.542
2016 Sóknin 8.500  eigið fé neikvætt 5.455
2020 4.243  eigið fé neikvætt 1.900


Með niðurfellingu skulda 2021, eru skuldir Reykjaneshafnar um 1 milljarður í dag.
Reykjanesbær hefur með landaskiptum, yfirteknum skuldum og afskriftum lagt fram um 10 milljarða.
Aldrei á tímabilinu voru lán greidd niður/uppgreidd heldur greidd með nýrri fjármögnun. Skuldir Reykjaneshafnar 7 földuðust á tímabilinu. Neikvætt eigið fé 9 faldaðist. Upphafið var ákvörðun að verkefninu sem tengdist stálverksmiðju 2002.“

Friðjón Einarsson, Samfylkingin.

Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson.

Til máls tók Margrét A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun minnihluta bæjarstjórnar:

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs frá 20. janúar 2022:

„Í erindi sviðsstjóra fræðslusvið frá 18. janúar kemur fram veruleg vöntun á leikskólaplássum í Innri-Njarðvík. Umsóknir fyrir börn fædd 2020 og fyrr eru 74 en aðeins 17 pláss eru laus í leikskóladeild Stapaskóla og vantar því 57 leikskólapláss. Minnihluti bæjarstjórnar undrast hversu seint er brugðist við þessum fyrirsjáanlega skorti.
Fjárhagsárið er rétt að byrja og fjárhagsáætlun var samþykkt fyrir örfáum vikum þannig að það kemur verulega á óvart að ekki hafið verið flaggað fyrr. Sérstaklega í ljósi þess að þörfin var til staðar á síðasta ári, enda öll börnin fædd fyrir um tveimur árum síðan.
Minnihluti bæjarstjórnar samþykkir þessa fjárfestingu og þann aukna rekstrarkostnað sem fylgir þessum bráða vanda en lýsir ábyrgð á hendur meirihluta bæjarstjórnar Samfylkingar, Beinnar leiðar og Framsóknar að hafa ekki brugðist fyrr við ábendingum starfsfólks Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum.“

Margrét Sanders (D), Baldur Þ Guðmundsson (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Gunnar Þórarinsson (Á) og Margrét Þórarinsdóttir (M).

Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Friðjón Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir, Margrét A. Sanders, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Margrét Þórarinsdóttir Miðflokki situr hjá við afgreiðslu 1. máls fundargerðar bæjarráðs 20. janúar 2022. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0. Fundargerðin 27. janúar 2022 samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1354. fundar bæjarráðs 20. janúar 2022
Fundargerð 1355. fundar bæjarráðs 27. janúar 2022

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. janúar 2022 (2022010013)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 21. janúar til sérstakrar samþykktar:

Þriðji liður fundargerðarinnar Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19 - óveruleg breyting á aðalskipulagi (og breyting á deiliskipulagi) (2021050056) samþykktur 11-0 án umræðu en deiliskipulag bíður frekari afgreiðslu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Tjarnarbraut og Svölutjörn - lóðarstækkun (2021120003) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Brekadalur 9 - breyting á byggingarreit (2021110456) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjöundi liður fundargerðarinnar Hafnarbraut 12 - tilkynningarskyld mannvirkjagerð (2021120477) samþykktur 11-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Smáratún 18 - bílastæði (2021110579) samþykktur 11-0 án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Hólmgarður - Sigurjónsbakarí (2021050055) samþykktur 11-0 án umræðu.
Tíundi liður fundargerðarinnar Völuás 2 - stækkun á byggingarreit (2021110030) samþykktur 11-0 án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Nesvellir - tillaga að breytingu á deiliskipulagi (2020040156) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 285. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 21. janúar 2021

3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 19. janúar 2022 (2022010011)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Díana Hilmarsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 29. fundar menningar- og atvinnuráðs 19. janúar 2022

4. Fundargerð framtíðarnefndar 19. janúar 2022 (2022010007)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Styrmir Gauti Fjeldsted, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Margrét A. Sanders.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 27. fundar framtíðarnefndar 19. janúar 2022

5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 25. janúar 2022 (2022010009)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét A. Sanders, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Friðjón Einarsson og Díana Hilmarsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 157. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar 25. janúar 2022

6. Fundargerð barnaverndarnefndar 25. janúar 2022 (2022010006)

Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls undir þessum lið.

Fylgigögn:

Fundargerð 290. fundar barnaverndarnefndar 25. janúar 2022

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.