631. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 3. maí 2022 , kl. 17:00
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Styrmir Gauti Fjeldsted. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Fundargerð bæjarráðs 28. apríl 2022 (2022010004)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Friðjón Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Til máls tók Anna Sigríður Jóhannesdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Frjáls afls:
Liður 6 og 7 í fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl 2022:
"Á síðustu fjórum árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálst afl lagt áherslu á að hækka rekstrarsamninga við íþróttafélögin varðandi rekstur valla en hefur ekki hlotið hljómgrunn. Sérstakt er að sjá samninginn hækkaðan núna korter í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálst afl fagna því að hækkun rekstrarsamningsins til knattspyrnuvalla sé loksins komin í höfn."
Margrét Sanders (D), Baldur Guðmundsson (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D) og Gunnar Þórarinsson (Á).
Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét A. Sanders, Gunnar Þórarinsson, Styrmir Gauti Fjeldsted og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Styrmir Gauti Fjeldsted lýsir sig vanhæfan undir málum 4, 7 og 8 vegna setu í stjórn knattspyrnudeildar U.M.F.N.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1367. fundur bæjarráðs 28. apríl 2022
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 22. apríl 2022 (2022010013)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 22. apríl til sérstakrar samþykktar:
Annar liður fundargerðarinnar Borgarvegur 15 – bílskúr (2022020286) samþykktur 11-0 án umræðu.
Þriðji liður fundargerðarinnar Fitjaás 24 - stækkun á byggingarreit (2022020196) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Brekadalur 55 - breyting á byggingarreit (2022040462) samþykktur 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0 án umræðu.
Fylgigögn:
Fundargerð 292. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 22. apríl 2022
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 25. apríl 2022 (2022010006)
Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls.
Fylgigögn:
Fundargerð 294. fundar barnaverndarnefndar 25. apríl 2022
4. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 27. apríl 2022 (2022010011)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 32. fundar menningar- og atvinnuráðs 27. apríl 2022
5. Fundargerð framtíðarnefndar 27. apríl 2022 (2022010007)
Forseti gaf orðið laust.
Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 30. fundar framtíðarnefndar 27. apríl 2022
6. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 28. apríl 2022 (2022010012)
Forseti gaf orðið laust.
Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 263. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 28.04.2022
7. Fundargerð fræðsluráðs 29. apríl 2022 (2022010008)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét A. Sanders, Guðbrandur Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Forseti bar upp tillögu um að vísa 8. máli „Reglur um stuðning við starfsfólk leik- og grunnskóla sem fer í réttindanám“ til bæjarráðs til frekari skoðunar. Var það samþykkt 11-0.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 352. fundar fræðsluráðs 29. apríl 2022
8. Kosning undirkjörstjórna vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 (2022030825)
Forseti gaf orðið laust. Til umræðu var framlögð kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 í Reykjanesbæ og veitir bæjarráði fullnaðarumboð til að annast leiðréttingar og afgreiðslu athugasemda vegna kjörskrár.
Tilnefnd eru í undirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 eftirtaldir aðilar:
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir |
Agatha Atladóttir |
Agnes Garðarsdóttir |
Angelika Hilla |
Ari Lár Valsson |
Ástríður Helga Sigurðardóttir |
Birgitta Rós Ásgrímsdóttir |
Bjarney Sigríður Snævarsdóttir |
Bryndís G. Thoroddsen |
Dagbjört Linda Gunnarsdóttir |
Dagbjört Þórey Ævarsdóttir |
Dóra Steinunn Jóhannsdóttir |
Elín Gunnarsdóttir |
Elínborg Sigurjónsdóttir |
Elísabet María Þórhallsdóttir |
Eygló H Valdimarsdóttir |
Freydís H Árnadóttir |
Guðlaug Jónasdóttir |
Guðríður Walderhaug |
Helga Ingimundardóttir |
Herdís Andrésdóttir |
Hildur Bára Hjartardóttir |
Hildur E. Þorgrímsdóttir |
Hjörtur Atlason |
Hrefna Höskuldsdóttir |
Iðunn Kristín Grétarsdóttir |
Ingibjörg Samúelsdóttir |
Íris Andrea Guðmundsdóttir |
Júlía Elsa Ævarsdóttir |
Katrín K Baldvinsdóttir |
Kristín Blöndal |
Laufey Ragnarsdóttir |
Margrét Kolbeinsdóttir |
Marín Hrund Jónsdóttir |
Ragna Kristín Árnadóttir |
Sigurbjörg Hallsdóttir |
Sigurbjörg Jónsdóttir |
Sigurborg Magnúsdóttir |
Sjöfn B Eysteinsdóttir |
Sjöfn Olgeirsdóttir |
Sædís Kristjánsdóttir |
Vigdís Anna Kristinsdóttir |
Vilborg Reynisdóttir |
Þórey Garðarsdóttir |
Þórunn Þorbergsdóttir |
9. Ársreikningur Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar 2021 – síðari umræða (2021110292)
Forseti gaf Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra orðið. Fór hann yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á ársreikningi frá fyrri umræðu.
Forseti gaf orðið laust.
Til máls tók Baldur Þ. Guðmundsson og lagði fram eftirfarandi bókun minnihluta bæjarfulltrúa:
"Ársreikningur Reykjanesbæjar er nú lagður fram til samþykktar og má með sanni segja að margt komi á óvart í niðurstöðutölunum. Hagnaður af rekstri bæjarsjóðs telst vera rúmir 2 milljarðar en þegar tekjufærsla vegna yfirfærslu eigna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. að upphæð 3,5 milljarðar er dregin frá þá er niðurstaðan tap upp á 1.355 milljónir sem er mun betra en áætlað var því búist var við 3 milljarða króna tapi. Skatttekjur voru verulega vanáætlaðar sem eru jákvæðar fréttir sem og að framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga jukust umfram væntingar.
Starfsfólki heldur áfram að fjölga hlutfallslega umfram fjölgun bæjarbúa. Stöðugildum fjölgar um 55 milli ára eða um 5,8% á meðan íbúum fjölgar um 3,6% og launakostnaður eykst um rúmlega 12% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður eykst síðan um 14% á milli ára skv. endurskoðendaskýrslu. Heildarskuldir og skuldbindingar í samanteknum ársreikningi námu um 45 milljörðum króna og hafa aukist um 5 milljarða síðustu 8 árin þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um 80,5%.
Í annað skiptið á þessu kjörtímabili þá eru bókhaldslegar tilfærslur eða sala á eignum Reykjanesbæjar að rétta við rekstrarreikninginn. Árið 2019 skiluðu svokölluð Magma bréf álitlegum hagnaði sem myndaði langstærsta hlutann af hagnaði þess árs og gerði bænum kleift að fjármagna byggingu Stapaskóla án lána. Nú eru það eignir sem leyndust í Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. sem hjálpa til við uppgjörið. Eignir sem fullyrt er að hafi verið seldar af fyrri meirihluta. Í endurskoðunarskýrslu þeirri sem lögð er fram með ársreikningi kemur hið rétta fram, því að þar segja endurskoðendur „Sömu eignir voru fyrir á efnahagsreikningi bæjarsjóðs sem leigueignir og var bókfært verð þeirra umtalsvert lægra“. Bókhaldstilfærslur mynda einnig verulegar tekjur í ársreikningi Reykjaneshafnar en þar er tekjufærð niðurfelld skuld við bæjarsjóð að upphæð um 3 milljarðar króna.
Í fjárhagsáætlunargerð síðustu ára hefur meirihlutinn stært sig af því að vanáætla tekjur og ofáætla gjöld til að hafa borð fyrir báru. En fyrr má nú aldeilis rota en dauðrota þegar tekjur eru vanáætlaðar um nærri tvo og hálfan milljarð.
Við fögnum jákvæðri niðurstöðu á rekstri bæjarsjóðs þó hann sé bundinn þessum annmörkum sem hér er getið en höfum áhyggjur af þeirri fjárhagsáætlun sem nú er unnið eftir. Nú virðist meirihlutinn hafa vanáætlað gjöldin hressilega því í hverri viku er bæjarráð að vísa erindum upp á tugi milljóna til viðauka í fjárhagsáætlun.
Starfsfólki færum við þakkir fyrir þrotlausa vinnu og gott samstarf við gerð ársreiknings og fjárhagsáætlunar."
Margrét Sanders (D), Baldur Guðmundsson (D), Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Gunnar Þórarinsson (Á) og Margrét Þórarinsdóttir.
Til máls tók Guðbrandur Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarfulltrúa:
"Þessi síðasti ársreikningur kjörtímabilsins sýnir að sveitarfélagið hefur staðist þá áraun sem heimsfaraldur hafði í för með sér og er tilbúið til að standa undir þeirri þjónustu sem veita þarf til framtíðar.
Heildartekjur bæjarsjóðs (A hluta) voru 21,8 milljarður og rekstrargjöld bæjarsjóðs námu 18,2 milljörðum. Rekstarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 3,6 milljarða en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um 2,1 milljarð, en í áætlun hafði verið gert ráð fyrir 2,9 milljarða halla á bæjarsjóði.
Það sem skýrir þessa jákvæðu niðurstöðu er að í ársreikningi er reiknuð einskiptis tekjufærsla vegna yfirtöku eigna frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign yfir í bæjarsjóð. Einnig má nefna að gjaldfærð lífeyriskuldbinding er talsvert hærri en ráð var fyrir gert og hefur hún einnig veruleg áhrif á endanlega niðurstöðu.
Heildartekjur samstæðu (A og B hluta) voru 26,8 milljarðar og rekstrargjöld 23,2 milljarðar. Að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsliða og skatta en eins vegna þess að í samstæðureikningi A og B hluta hefur þessari einskiptis tekjufærslu verið jafnað út í viðskiptum milli A og B hluta, er rekstrarniðurstaða neikvæð um 926 milljónir króna.
Hins vegar er með réttu hægt að halda því fram að sveitarfélagið standi sterkt þrátt fyrir að atvinnuleysi á Suðurnesjum hafi farið í 24,5%. Atvinnuleysið minnkar hins vegar hratt þessa dagana og væntingar eru um að staðan verði orðin ásættanleg með fjölgun ferðamanna nú í sumar.
Eiginfjárstaða sveitarfélagsins hefur batnað verulega og má þar nefna að árið 2014 var hrein eign bæjarsjóðs 2,1 milljarður en er nú 12,6 milljarðar.
Hrein eign samstæðu er nú 28,3 milljarðar en var 7,5 milljarðar í árslok 2014. Þess má geta að á þessum tíma hafa skuldir HS Veitna aukist um rúma 7 milljarða og hefur það áhrif á útreikning skuldahlutfalls/skuldaviðmiðs þrátt fyrir að það muni á engan hátt hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Skuldaviðmið er skv. reikningi 102% hjá bæjarsjóði og 120% í samstæðu sem er langt undir þeim viðmiðunarreglum sem gilda um fjármál sveitarfélaga. Það er því ljóst að vel hefur til tekist við að halda jafnvægi í rekstri um leið og lagt hefur verið í verulegar fjárfestingar án lántöku. Hin nýja og glæsilega bygging Stapaskóli er gott dæmi um það.
Þar sem nú er komið að lokum þessa kjörtímabils viljum við kjörnir fulltrúar Beinnar leiðar, Framsóknarflokks og Samfylkingar nota tækifærið og þakka öllum samskiptin, bæði samstarfsfólki í bæjarstjórn og starfsmönnum öllum. Þá hefur nefndarfólk unnið af kostgæfni við að láta hlutina ganga og viljum við þakka fyrir alla þá mikilvægu vinnu sem þau hafa lagt af mörkum.
Nú tekur við nýr kafli og viljum við óska þeim velfarnaðar í störfum sínum sem taka við keflinu og stýra skútunni áfram, en við erum stolt af þeim verkum sem við höfum fengið að vinna að og erum þess fullviss að framtíð Reykjanesbæjar er björt."
Guðbrandur Einarsson (Y), Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Díana Hilmarsdóttir (B).
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét A. Sanders, Jóhann Friðrik
Friðriksson, Guðbrandur Einarsson og Gunnar Þórarinsson.
Ársreikningur 2021 samþykktur 11-0.
Fylgigögn:
Ársreikningur Reykjanesbæjar 2021
Endurskoðunarskýrsla Reykjanesbæjar 2021
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00