635. fundur

23.08.2022 17:00

635. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Duus safnahúsum 23. ágúst 2022

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hann.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hann.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð bæjarráðs 18. ágúst 2022 (2022010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Friðjón Einarsson og Margrét A. Sanders.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókanir:

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs frá 18. ágúst 2022:

„Umbót harmar þær hækkanir sem framundan eru á skólamáltíðum í grunnskólum bæjarins. Hækkanir þessar koma til með að koma illa niður á mun stærri hóp nú en áður. Hækkanir á matvöru almennt ásamt vaxtahækkunum hafa veruleg áhrif á tekjuminni fjölskyldur sem hafa nú þegar minni greiðslufærni en áður. Vissulega er möguleiki á að grípa þann hóp sem sækir sér aðstoð en stolt stendur oft í vegi fyrir slíkum umsóknum sem leggja þarf fram mánaðarlega. Við vonumst til að fjárhagur bæjarins muni í framtíðinni hafa rými til að hafa skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll grunnskólabörn bæjarfélagsins en fram að því ætti Reykjanesbær að auka niðurgreiðsluhlut sinn og þannig minnka það fjárhagslega högg sem á heimilin dynur núna.“

Liður 10 í fundargerð bæjarráðs frá 18. ágúst 2022:

„Launakjör bæjarstjóra samkvæmt nýsamþykktum ráðningarsamningi meirihluta bæjarráðs er algerlega úr takti við þær kjarabætur sem almennir starfsmenn bæjarins hafa hlotið á síðasta kjörtímabili. Allt að sexfalt hærri kjarabætur fyrir launahæsta starfsmann bæjarins setja línuna fyrir komandi kjaraviðræður og má þá vænta þess að harka í þeim viðræðum verði meiri en ella. Einnig má vænta þess að sviðstjórar bæjarins og aðrir starfsmenn í stjórnunarstörfum fylgi í kjölfarið. Setja þarf betri fordæmi en þetta, prósentulegt meðaltal er ekki að jafnast á við þá aðgerð sem farið var í á vinnumarkaði með lífskjarasamningum fyrir rúmum 4 árum síðan. Varla þarf að tíunda hvers vegna var farin sú leið á vinnumarkaði og er sorglegt að sjá launahæsta starfsmann Reykjanesbæjar njóta góðs af hækkunum launalægsta starfsfólki Reykjanesbæjar. Eðlilega skilar það enn hærri meðaltals hækkunum og er hér verið að ganga þvert á þá samninga. Laun bæjarstjóra ættu að fylgja kjarasamningsbundnum hækkunum á almennum markaði. Við hvetjum meirihluta bæjarstjórnar að endurskoða þennan ráðningarsamning bæjarstjóra og óskar Umbót eftir því að það verði gert og samningur bæjarstjóra fylgja kjarasamningsbundnum hækkunum á almennum markaði.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Margrét Þórarinsdóttir Umbót, Margrét A. Sanders, Alexander Ragnarsson og Helga Jóanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki sitja hjá undir lið 10. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1381. fundar bæjarráðs 18. ágúst 2022

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. ágúst 2022 (2022010013)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 19. ágúst til sérstakrar samþykktar:
Sjötti liður fundargerðarinnar Hótel Berg – grenndarkynning (2022050463) samþykktur 11-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Guðnýjarbraut 4 - stækkun lóðar (2022050098) samþykktur 11-0 án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Stapagata 10 - Leikskólinn Holt (2022070358) samþykktur 11-0 án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Urðarás 11 – endurupptaka máls (2022060316). Til máls tóku Margrét A. Sanders og Róbert Jóhann Guðmundsson. Samþykktur 8-0, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks Margrét A. Sanders, Alexander Ragnarsson og Helga Jóhanna Oddsdóttir sitja hjá.
Tólfti liður fundargerðarinnar Huldudalur 19-21 - aukið byggingarmagn (2022080380) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Róbert Jóhann Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 297. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 19. ágúst 2022

3. Fundargerð framtíðarnefndar 10. ágúst 2022 (2022010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 32. fundar framtíðarnefndar 10. ágúst 2022

4. Fundargerð lýðheilsuráðs 16. ágúst 2022 (2022010010)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 30. fundar lýðheilsuráðs 16. ágúst 2022

5. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 17. ágúst 2022 (2022010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sverrir Bergmann Magnússon.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 35. fundar menningar- og atvinnuráðs 17. ágúst 2022

6. Fundargerð velferðarráðs 17. ágúst 2022 (2022010014)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Friðjón Einarsson.

Samþykkt að vísa máli 3 og 4 frá fundargerð velferðarráðs 17. ágúst 2022 til bæjarráðs. Samþykkt 11-0.

Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 412. fundar velferðarráðs 17. ágúst 2022

7. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 18. ágúst 2022 (2022010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 265. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 18.08.2022

8. Fundargerð fræðsluráðs 19. ágúst 2022 (2022010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs frá 19. ágúst 2022:

„Vandi Reykjanesbæjar í vistunarúrræðum barna er stór og mikill. Nú í haust er yfir 140 barna aukning í leikskólum bæjarins á milli ára og fyrirsjáanlegt að næsti árgangur er stærri en sá árgangur sem gengur upp í grunnskóla á næsta ári. Stefna meirihlutans í aldursviðmiði upp á 12-18 mánaða börn er algerlega óraunhæf og ekki sjáanlegt að svo verði á þessu kjörtímabili. Allir leikskólar bæjarins eru komnir að þolmörkum og búið er að hagræða og endurskipuleggja til að koma sem flestum börnum að í vistun. Yfirlýsingar um ungbarnadeildir á leikskólum hafa letjandi áhrif á aðsókn í dagforeldrastarfið. Reykjanesbær þarf að gefa út skýra stefnu í þessum málum þannig að það sé fyrirsjáanlegt atvinnuöryggi dagforeldra.

Dagforeldrar eru nú einn af mikilvægustu hlekkjunum í þeim úrræðum sem í boði gætu verið til að finna lausn á þessu vandamáli. Það er nokkuð ljóst að fara þarf í bráðaðgerðir og mætti þar huga að frekari stuðning við dagforeldra. Telur Umbót að það væri hraðvirkasta leiðin til lausnar á vistunarvanda ungra barna. Horfa má til þeirra gæsluvalla sem allir eru nú komnir úr notkun og koma þar fyrir bráðabirgðahúsnæði fyrir verðandi dagforeldra sem geta ekki boðið upp á gæslu í heimahúsi. Stækka þarf strax þá leikskóla sem eru með húsnæði í boði. Leita þarf allra lausna sem mögulegar eru til að koma til móts við þessa stóru áskorun.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót.

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir og Margrét A. Sanders.
Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 353. fundar fræðsluráðs 19. ágúst 2022

9. Stefnumótun í þremur málaflokkum (2022060506)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.

Samþykkt 11-0 að senda svör sveitarfélagsins til Innviðaráðuneytisins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35.