636. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 6. september 2022
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
1. Fundargerðir bæjarráðs 25. ágúst og 1. september 2022 (2022010004)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Bjarni Páll Tryggvason.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1382. fundar bæjarráðs 25. ágúst 2022
Fundargerð 1383. fundar bæjarráðs 1. september 2022
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 2. september 2022 (2022010013)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 2. september til sérstakrar samþykktar:
Annar liður fundargerðarinnar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 (2021090354) samþykktur 11-0 án umræðu.
Þriðji liður fundargerðarinnar Byko - Fitjabraut 5-7 (2019100156) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Smiðjuvellir – inntakshús (2022060297) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Tjarnabraut 38 - stækkun (2022040716) samþykktur 11-0 án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Njarðvíkurbraut 26 - stækkun innkeyrslu (2022080651) samþykktur 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Guðbergur Reynisson, Friðjón Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 298. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 2. september 2022
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 22. ágúst 2022 (2022010006)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Friðjón Einarsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fylgigögn:
Fundargerð 296. fundar barnaverndarnefndar 22. ágúst 2022
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 30. ágúst 2022 (2022010009)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson.
Til máls tók Guðbergur Reynisson og lagði fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks:
„Reykjanesbær þarf að setja upp metnaðarfulla langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja og setja fram tímasettan aðgerðalista þannig að farið sé eftir áætluninni.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að bæjarstjóra verði falið að leitast eftir viðræðum við KSÍ um byggingu þjóðarknattspyrnuleikvangs í Reykjanesbæ, en nú eru nokkur önnur bæjarfélög á höttunum eftir að fá þessa höll til sín. Reykjanesbær gæti lagt fram landsvæði og uppbygging orðið í samvinnu við einkaaðila. Mikill kostur er að hafa slíkan þjóðarleikvang nálægt alþjóðaflugvelli.
Þjóðarknattspyrnuleikvöllur mun styðja við íþróttastarf í Reykjanesbæ. Mikilvægt er að vinna þannig til framtíðar og að við stöndum undir nafni sem íþróttabær.“
Guðbergur Reynisson, Margrét A. Sanders og Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Til máls tóku Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson og Bjarni Páll Tryggvason.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 162. fundar ÍT 30.08.2022
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:35.