640. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 1. nóvember 2022, kl. 17:00
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hana.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hann.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.
1. Fundargerðir bæjarráðs 20. og 27. október 2022 (2022010004)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1389. fundar bæjarráðs 20. október 2022
Fundargerð 1390. fundar bæjarráðs 27. október 2022
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. október 2022 (2022010013)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 21. október til sérstakrar samþykktar:
Þriðji liður fundargerðarinnar Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fjórði liður fundargerðarinnar Hrannargata 6 – niðurstaða grenndarkynningar (2019070008) samþykktur 11-0 án umræðu.
Fimmti liður fundargerðarinnar Skólavegur 54 - breyting á skipulagi (2019120007). Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir. Fimmti liður samþykktur 11-0.
Sjötti liður fundargerðarinnar Fitjabraut 5-7 - niðurstaða grenndarkynningar (2019100156). Til máls tók Róbert Jóhann Guðmundsson. Sjötti liður samþykktur 11-0.
Áttundi liður fundargerðarinnar Umsókn um sameiningu lóðanna Hólamið 1 og 1a (2022100410) samþykktur 11-0 án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Áform um lagningu ljósleiðara (2022100412) samþykktur 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Róbert Jóhann Guðmundsson.
Til máls tók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 12 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2022:
„Við fögnum því að hafin er umræða um þann bílastæðavanda sem blasir við í miðbænum. Við viljum þó hvetja til þess að stigið verði varlega til jarðar í þeim efnum þar sem vandinn er margþættur. Samgöngur eru ekki til fyrirmyndar og því ekki tímabært að þær komi í stað einkabílsins, mikið er af skrifstofuhúsnæði á Hafnargötunni þar sem starfsmenn vinna frá 8-4 virku dagana og þurfa því langtímastæði og svo hefur íbúðum í miðbænum fjölgað. Helst þarf þó að gæta að hagsmunum þeirra verslana sem eru við Hafnargötuna en ekki má fæla frá möguleg viðskipti þeirra verslana með því að hafa gjaldskyld bílastæði. Mögulega væri fyrsta skrefið að byrja skoða lausnir á langtímastæðum en með því yrði kannski meira flæði á sjálfum stæðunum sem eru á Hafnargötunni.“
Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Umbót.
Til máls tók Margrét A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 12 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. október 2022:
„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að stigið sé varlega til jarðar er varðar hugmyndir að bílastæðasjóði. Nú er málið eingöngu á hugmyndastigi en í bókun Umhverfis- og skipulagsráðs eru þegar settar fram hugmyndir sem eru misgóðar að okkar mati.
Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samstarf um athugun á fýsileika bílastæðasjóðs en hefur áhyggjur af þeim atriðum sem koma fram varðandi málið áður en vinnan er farin af stað.“
Margrét A. Sanders, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Alexander Ragnarsson, Sjálfstæðisflokki.
Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 301. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 21. október 2022
3. Fundargerð lýðheilsuráðs 18. október 2022 (2022010010)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Kjartan Már Kjartansson og Friðjón Einarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 32. fundar lýðheilsuráðs 18. október 2022
4. Fundargerð velferðarráðs 19. október 2022 (2022010014)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Til máls tók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 2 í fundargerð velferðarráðs frá 19. október 2022:
"Við tökum undir áhyggjur Velferðarráðs af því að staða verkefnisstjóra Barnvæns sveitarfélags verði lögð niður um næstu mánaðarmót. Mikil og vönduð vinna hefur verið lögð í verkefnið sem við höfum áhyggjur af að verði ekki fylgt eftir af sama krafti og hingað til hefur verið gert. Nú á að skipa í nýjan stýrihóp til að tryggja að innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna haldi áfram en gert er ráð fyrir að sá hópur verði valdir starfsmenn Reykjanesbæjar sem nú þegar eru þéttsetnir verkefnum. Við teljum brýnt að endurskoða þessa ákvörðun því stefnuáherslan "Börnin mikilvægust" býður ekki upp á neinn slaka ef efndir eiga að fylgja orðum."
Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Umbót.
Til máls tóku Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 414. fundar velferðarráðs 19. október 2022
5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 25. október 2022 (2022010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 164. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 25.11.2022
6. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 28. október 2022 (2022010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon og Alexander Ragnarsson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 37. fundar menningar- og atvinnuráðs 28. október 2022
7. Fundargerð barnaverndarnefndar 28. október 2022 (2022010006)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Enginn fundarmanna tók til máls undir þessum lið.
Fylgigögn:
Fundargerð 298. fundar barnaverndarnefndar 28. október 2022
8. Jafnlaunastefna Reykjanesbæjar – fyrri umræða (2022100384)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson og fylgdi jafnlaunastefnu Reykjanesbæjar úr hlaði.
Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Bjarni Páll Tryggvason, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Jafnlaunastefnu Reykjanesbæjar vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar 15. nóvember 2022. Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.