643. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 20. desember 2022, kl. 17:00
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Sanders, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Sigurós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sigurós Antonsdóttir sat fyrir hann.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hann.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.
Áður en fundur hófst óskaði forseti eftir samþykkt bæjarfulltrúa að taka inn á dagskrá fundarins ósk um aðild og samstarf að umdæmisráðs barnaverndar og að fjallað verði um málið undir fundarlið nr. 8.
Samþykkt 11-0.
1. Fundargerðir bæjarráðs 8. og 15. desember 2022 (2022010004)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Fundargerðirnar samþykktar án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1396. fundar bæjarráðs 8. desember 2022
Fundargerð 1397. fundar bæjarráðs 15. desember 2022
2. Fundargerð fræðsluráðs 9. desember 2022 (2022010008)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 357. fundar fræðsluráðs 9. desember 2022
3. Fundargerð framtíðarnefndar 14. desember 2022 (2022010007)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders og Kjartan Már Kjartansson.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 36. fundar framtíðarnefndar 14. desember 2022
4. Fundargerð velferðarráðs 14. desember 2022 (2022010014)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Sigurrós Antonsdóttir.
Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og fór yfir svör við fyrirspurn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem bókuð var á bæjarstjórnarfundi þann 6. desember sl.
Til máls tóku Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Valgerður Björk Pálsdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 416. fundar velferðarráðs 14. desember 2022
Minnisblað - sundurliðun upplýsinga vegna málefnis fólks á flótta
5. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 15. desember 2022 (2022010012)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Alexander Ragnarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 269. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 15.12.2022
6. Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar – endurskoðun (2021120010)
Lögð fram til samþykktar endurskoðuð Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Rannveig Erla Guðlaugsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.
Breytingarnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Bæjarmálasamþykkt_16.12.2022
7. Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk (2022120315)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16. desember 2022, samþykkir sveitarfélagið Reykjanesbær að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna.
Samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Málefni fatlaðs fólks samkomulag 20221612
8. Umdæmisráð barnaverndar 2021120037
Lagt fram erindi frá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. um aðild og samstarf að umdæmisráði barnaverndar.
Samþykkt án umræðu 11-0.
----------
Til máls tók Margrét A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarfulltrúar og nefndarfólk Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, óska samstarfsfólki sínu, í bæjarstjórn, nefndum og stjórnum, ásamt starfsfólki Reykjanesbæjar, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Við óskum bæjarbúum Reykjanesbæjar einnig gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Sjálfstæðisflokkurinn hlakkar til góðs samstarfs á nýju ári.“
Margrét Sanders, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Alexander Ragnarsson Sjálfstæðisflokki.
Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15