645. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 3. janúar 2023, kl. 17:00
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Friðjón Einarsson boðaði forföll, Sigurrós Antonsdóttir sat fyrir hann.
1. Fundargerðir bæjarráðs 22. og 29. desember 2022 (2022010004)
Forseti bar upp til sérstakrar samþykktar 3. mál fundargerðar bæjarráðs frá 29. desember 2022, Fasteignaskattur 2023 – afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1398. fundar bæjarráðs 22. desember 2022
Fundargerð 1399. fundar bæjarráðs 29. desember 2022
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. desember 2022 (2022010013)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 21. desember til sérstakrar samþykktar.
Fimmta mál fundargerðarinnar Flugvellir 31 - lóðarstækkun (2022120286) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Dalshverfi - farsímaloftnet (2022120287) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Brekadalur 5 - stækkun á byggingarreit (2022110545) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Flugvellir 23 - breyting á byggingarreit (2022090145) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Háseyla 22 (2022110564) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason og Margrét A. Sanders.
Til máls tók Guðbergur Reynisson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Mál 14 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. desember 2022:
„Sjálfstæðisflokkurinn óskar eftir upplýsingum um hvert verklag umhverfissviðs er vegna snjómoksturs í Reykjanesbæ, hvers konar samningar eru í gangi við verktaka á svæðinu og hvernig þessi vetur hefur gengið. Við óskum eftir að þetta fái umræðu í umhverfis- og skipulagsráði og að bæjarstjóri gefi skýrslu um málið á næsta bæjarstjórnarfundi.“
Guðbergur Reynisson, Margrét A. Sanders og Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Margrét A. Sanders, Bjarni Páll Tryggvason,
Guðný Birna Guðmundsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 305. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 21. desember 2022
3. Fundargerð barnaverndarnefndar 19. desember 2022 (2022010006)
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fylgigögn:
Fundargerð 299. fundar barnaverndarnefndar 19. desember 2022
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 20. desember 2022 (2022010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Margrét Þórarinsdóttir, Margrét A. Sanders og Sigurrós Antonsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 166.fundar ÍT 20.desember 2022
5. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 23. desember 2022 (2022010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Margrét A. Sanders.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 39. fundar menningar- og atvinnuráðs 23. desember 2022
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.