649. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll 7. mars 2023, kl. 17:00
Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Trausti Arngrímsson og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Trausti Arngrímsson sat fyrir hann.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.
1. Fundargerðir bæjarráðs 23. febrúar og 2. mars 2023 (2023010005)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Guðbergur Reynisson og Friðjón Einarsson.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1407. fundar bæjarráðs 23. febrúar 2023
Fundargerð 1408. fundar bæjarráðs 2. mars 2023
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 3. mars 2023 (2023010014)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 3. mars til sérstakrar samþykktar.
Fjórða mál fundargerðarinnar Breyting aðalskipulags - stækkun iðnaðarsvæðis I5 (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmta mál fundargerðarinnar Brekadalur 40 - breyting á deiliskipulagi (2022040814) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Brekadalur 42 - breyting á deiliskipulagi (2022040750) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Þrastartjörn 44 - niðurstaða grenndarkynningar (2022100620) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Dísardalur 1-7 - breyting á skipulagi (2023010003) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders, Valgerður Björk Pálsdóttir, Guðbergur Reynisson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 310. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 3. mars 2023
3. Fundargerð lýðheilsuráðs 21. febrúar 2023 (2023010011)
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Margrét A. Sanders og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 35. fundar lýðheilsuráðs 21. febrúar 2023
4. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 23. febrúar 2023 (2023010013)
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Alexander Ragnarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 271. fundar stjórnar Reykjaneshafnar 23.02.23
5. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 28. febrúar 2023 (2023010012)
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Trausti Arngrímsson, Valgerður Björk Pálsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 41. fundar menningar- og atvinnuráðs 28. febrúar 2023
6. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 28. febrúar 2023 (2023010010)
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Forseti gaf orðið laust.
Til máls tók Guðbergur Reynisson og lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu:
„Af hverju er íþrótta- og tómstundafulltrúi ,sem veitir forstöðu í málaflokki sem veltir 1.7 milljarði af tekjum bæjarins, ekki í framkvæmdastjórn?
Að fræðslustjóra ólöstuðum þá er fræðslusviðið bara allt of stórt og þessi ákvörðun bara til þess að íþróttamálin og tómstundirnar sem eru okkar helsta forvörn, gleymast og eru svelt vegna stærri og mikilvægari hluta sem taka þarf á innan fræðslusviðs.
Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót leggja til að íþrótta- og tómstundafulltrúi verði hluti af framkvæmdastjórn.
Ég óska eftir að greidd verði atkvæði um þá tillögu sem kemur fram í þessari bókun.“
Alexander Ragnarsson (D), Margrét A. Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U).
18:28 Forseti óskaði eftir fundahléi.
18:38 Fundur aftur settur.
Forseti gaf orðið laust um tillöguna. Til máls tók Friðjón Einarsson sem lagði til að tillögunni yrði vísað frá og málið tekið upp í bæjarráði.
Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Friðjón Einarsson.
Greidd atkvæði um að vísa tillögunni frá. Samþykkt með 7 atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar, minnihluti bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Umbótar greiddu atkvæði á móti.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 168. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 28.02.2023
7. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar – fyrri umræða (2022021198)
Forseti gaf Kjartani Má Kjartanssyni orðið sem kynnti upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar.
Samþykkt 11-0 að vísa upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar til seinni umræðu í bæjarstjórn.
8. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2023 – fyrri umræða (2023020477)
Forseti gaf Kjartani Má Kjartanssyni orðið sem kynnti húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2023.
Til máls tók Margrét A. Sanders.
Samþykkt 11-0 að vísa húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2023 til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.