653. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll 2. maí 2023, kl. 17:00
Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Hrefna Gunnarsdóttir ritari og Íris Eysteinsdóttir.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.
1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 27. apríl 2023 (2023010005)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Fundargerðirnar samþykktar án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1415. fundar bæjarráðs 19. apríl 2023
Fundargerð 1416. fundar bæjarráðs 27. apríl 2023
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. apríl 2023 (2023010014)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 17. mars til sérstakrar samþykktar.
Sjötta mál fundargerðarinnar Djúpivogur 5 - gistiheimili (2022090024) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Faxabraut 55 - gistiheimili (2022070319) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Hraunsvegur 8 - gistiheimili (2023030004) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Sunnubraut 16 - gistiheimili (2022090281) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Vallargata 13 - gistiheimili (2022080158) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Vesturgata 36 - gistiheimili (2022090295) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Eikardalur 10 - bílastæði (2023010370) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Kliftröð 2 - stækkun (2023010621) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar Hafnargata 39 – gistiheimili (2019051723) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sextánda mál fundargerðarinnar Bergvegur 12 - stækkun (2022110285) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sautjánda mál fundargerðarinnar Suðurgata 50 - hækkun á þaki (2021010223) samþykkt 11-0 án umræðu.
Átjánda mál fundargerðarinnar Flugvellir 8 - færsla á byggingarreit (2022110552) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tuttugasta og annað mál fundargerðarinnar Bolafótur 21, 23 og 25 – deiliskipulagstillaga (2019051640) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 313. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 21. apríl 2023
3. Fundargerð lýðheilsuráðs 18. apríl 2023 (2023010011)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 37. fundar lýðheilsuráðs 18. apríl 2023
4. Fundargerð velferðarráðs 18. apríl 2023 (2023010015)
Áður en forseti gaf orðið laust þá lagði hún fram tillögu um að fyrsta máli úr fundargerð velferðarráðs verði vísað til bæjarráðs. Samþykkt 11-0.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og lagði fram svör við fyrirspurn sem barst vegna 6. máls úr fundargerð velferðarráðs Reykjanesbæjar 22.mars 2023, Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2023030016).
Eftirfarandi er fyrirspurnin og svör við henni:
Fjárhagsaðstoð í febrúar 2022 og 2023 til samanburðar. Þarna er um aukningu útgjalda um 127% að ræða og fjölgun heimila um 158%. Ég (Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki) óska eftir því að bæjarfulltrúar fái nánari greiningu á því hvað býr að baki þessari miklu aukningu.
1. Er þetta hrein útgjaldaaukning sem lendir á sveitarfélaginu eða fáum við einhverjar greiðslur á móti t.d. frá ríkinu?
Svar: Nei, hér er ekki um hreina útgjaldaaukningu hjá sveitarfélaginu að ræða. Varlega má áætla að Reykjanesbær fái um 75% þessara útgjalda endurgreidd frá ríkinu eða rúmlega 41 m.kr. vegna flóttafólks sem fengið hefur vernd á Íslandi og er búsett í Reykjanesbæ. Langfjölmennast í þeim hópi er flóttafólk frá Úkraínu og Venesúela.
2. Hversu stór hluti hennar er vegna íbúa sem hafa búið skemur en ár í sveitarfélaginu?
Svar: 238 íbúar af þeim 365 sem fengu greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu í febrúar 2023 hafa búið skemur en 1 ár í sveitarfélaginu. 57 hafa búið 1- 3 ár í sveitarfélaginu og 70 hafa búið lengur en 4 ár.
3. Hversu stór hluti fellur til vegna umsækjanda um alþjóðlega vernd?
Svar: Ekkert af greiddri fjárhagsaðstoð fellur til vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá greitt skv. sérstökum samningi við ríkið og ber ríkið þann kostnað. Sveitarfélagið leggur út fyrir þeim kostnaði og fær hann að fullu endurgreiddan.
4. Hverjar eru helstu ástæður þess að þessi stóri hópur þurfi fjárhagsaðstoð, nú þegar atvinnuleysi hefur sjaldan verið minna á svæðinu og fyrirtæki keppast um að ráða til sín starfsfólk.
Svar: Langfjölmennasti hluti þeirra sem eru á fjárhagsaðstoð eru utan vinnumarkaðar og eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta eða eru með skert réttindi hjá Vinnumálastofnun. Ástæða þess getur verið að einstaklingar hafi ekki áunnið sér að fullu rétt til atvinnuleysisbóta eða hafi fullnýtt réttindi sín hjá Vinnumálastofnun á undanförnum árum í því háa atvinnuleysi sem ríkt hefur á Suðurnesjum.
75% þeirra sem voru á fjárhagsaðstoð í febrúar sl. áttu ekki rétt til atvinnuleysisbóta eða áttu mjög skertan rétt.
Ekki liggur fyrir greining á ástæðu þess að þeir sem eru á fjárhagsaðstoð komast ekki inn á vinnumarkaðinn en gera má ráð fyrir því að ástæðurnar séu fjölþættar m.a. að ekki finnist vinna við hæfi t.d. vegna skertrar starfsgetu, menntun er ekki í samræmi við þarfir vinnumarkaðarins, tungumálahindranir eða heilsufarsástæður svo eitthvað sé nefnt. Einnig er vinnumarkaðurinn að flytja inn erlent vinnuafl til starfa og má ætla að það hafi líka áhrif á starfsmöguleika fólks í atvinnuleit.
5. Getum við fengið greiningu á því hvernig staðan er á vinnumarkaði á hverjum tíma til samanburðar?
Svar: Velferðarsvið hefur ekki undir höndum aðrar upplýsingar en þær sem hægt er að nálgast hjá Vinnumálastofnun. Þar sjáum við að atvinnuleysi milli febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur minnkað verulega á milli þessara mánaða/ára og meira á Suðurnesjum en á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu sem er jákvætt. Atvinnuleysið er þó enn hærra á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem er miður.
|
Atvinnuleysi |
Atvinnuleysi |
Tímabil |
Febrúar 2022 |
Febrúar 2023 |
|
|
|
Suðurnes |
9,50% |
5,80% |
Landsbyggðin |
5,20% |
3,40% |
Höfuðborgarsvæðið |
5,30% |
3,80% |
Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 420. fundar velferðarráðs 18. apríl 2023
5. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 25. apríl 2023 (2023010012)
Fundargerðin lögð fram. Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Bjarni Páll Tryggvason, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Friðjón Einarsson og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 43. fundar menningar- og atvinnuráðs 25. apríl 2023
6. Markaðsstefna Reykjanesbæjar 2023-2028 – síðari umræða (2021110284)
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Markaðsstefna Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.
7. Breytingar á skipan fulltrúa í kjörnum nefndum og ráðum (2022060064)
Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Jón Helgason (S) hættir sem aðalmaður í framtíðarnefnd og sem varamaður í atvinnu- og hafnarráði.
Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S) hættir sem varamaður í framtíðarnefnd.
Framtíðarnefnd: Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S) verður aðalmaður og Hjörtur M. Guðbjartsson (S) varamaður. Samþykkt 11-0.
Atvinnu- og hafnarráð: Magnús Einþór Áskelsson (S) verður varamaður. Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55