655. fundur

06.06.2023 17:00

655. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 6. júní 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Eyjólfur Gíslason, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét Sanders boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hana.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Eyjólfur Gíslason sat fyrir hana.
Sverrir Bergmann Magnússon boðaði forföll. Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fyrir hann.

1. Fundargerðir bæjarráðs 17. og 25. maí og 1. júní 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1419. fundar bæjarráðs 17. maí 2023
Fundargerð 1420. fundar bæjarráðs 25. maí 2023
Fundargerð 1421. fundar bæjarráðs 1. júní 2023

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 19. maí 2023 (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 19. maí til sérstakrar samþykktar.

Þriðja mál fundargerðarinnar Framnesvegur - breyting á deiliskipulagi (2022040385) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmta mál fundargerðarinnar Víkurbraut 3 - niðurstaða grenndarkynningar (2023010364). Til máls tóku Guðbergur Reynisson, Margrét Þórarinsdóttir og Friðjón Einarsson. Samþykkt 10-0, Margrét Þórarinsdóttir (U) situr hjá.
Sjötta mál fundargerðarinnar Heiðarvegur 4 - niðurstaða grenndarkynningar (2023030322) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Sóltún 6 - viðbygging (2023050295) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Flugvallarbraut 731 - fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi (2023050395) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Iðavellir 5a - beiðni um stækkun (2023050407) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Lerkidalur 11 - garðhýsi (2023050325) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Erindi Körfuknattleiksdeildar UMFN um ljósaskilti (2023050078) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Erindi Knattspyrnudeildar Keflavíkur um ljósaskilti (2023040293) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar HS orka og InstaVolt Iceland ehf. - tímabundið skilti (2023050408) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sautjánda mál fundargerðarinnar Hlíðarhverfi II – Bráðabirgðatenging (2019120007) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 315. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 19. maí 2023

3. Fundargerð velferðarráðs 16. maí 2023 (2023010015)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Díana Hilmarsdóttir og Eyjólfur Gíslason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 421. fundar velferðarráðs 16. maí 2023

4. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 23. maí 2023 (2023010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 44. fundar menningar- og atvinnuráðs 23. maí 2023

5. Fundargerð lýðheilsuráðs 23. maí 2023 (2023010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 38. fundar lýðheilsuráðs 23. maí 2023

6. Fundargerð fræðsluráðs 26. maí 2023 (2023010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 362. fundar fræðsluráðs 26. maí 2023

7. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 30. maí 2023 (2023010010)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Guðbergur Reynisson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 170.fundar ÍT 30. maí 2023

8. Endurskoðun samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar – fyrri umræða (2023060022)

Forseti fór yfir breytingar á endurskoðaðri samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar.

Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls.

Framlögð samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 20. júní 2023.

9. Erindisbréf nefnda og ráða (2023050182)

Málinu frestað. Samþykkt 11-0.

10. Kosningar til eins árs samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 622/2019 (2023050549)

Forseti bæjarstjórnar og varaforsetar sbr. 15. gr.

10.1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir óskaði eftir tilnefningu um forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom um Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur (B) sem forseta bæjarstjórnar og var hún sjálfkjörin.

10.2. 1. varaforseti. Uppástunga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) og var hún sjálfkjörin.

10.3. 2. varaforseti. Uppástunga kom um Guðberg Reynisson (D) og var hann sjálfkjörinn.

Skrifarar og varaskrifarar bæjarstjórnar sbr. 16. gr.

10.4. Aðalskrifarar. Uppástunga kom um Díönu Hilmarsdóttur (B) og Helgu Jóhönnu Oddsdóttur (D) og voru þær sjálfkjörnar.

10.5. Varaskrifarar. Uppástunga kom um Valgerði Björk Pálsdóttur (Y) og Guðberg Reynisson (D) og voru þau sjálfkjörin.

Bæjarráð - 5 aðalmenn sbr. 44. gr.

10.6. Uppástunga kom um aðalmenn: Bjarna Pál Tryggvason (B), Friðjón Einarsson (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Margrét Ólöf A. Sanders (D) og Valgerði Björk Pálsdóttur (Y) og voru þau sjálfkjörin.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15