657. fundur

22.08.2023 17:00

657. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 22. ágúst 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð bæjarráðs 17. ágúst 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks:

Mál 3 í fundargerð bæjarráðs frá 17. ágúst 2023:

„Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar áhyggjur sínar varðandi það mikla byggingarmagn sem áætlað er á Vatnsnesinu. Áður en ákvörðun um þessa miklu þéttingu byggðar er tekin væri rétt að skoða hvar börn í því hverfi eigi að sækja grunnskóla, hvar leikskóli eigi að byggjast upp, hvernig umferðamálum verði háttað og hvernig aðrir innviðir bera þessa aukningu á svæðinu, svo ekki sé talað um sjónræn áhrif sem þessi fjöldi stórhýsa hefur. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að framangreind mál verði skoðuð vel áður en farið verður af stað í áætlaðar framkvæmdir.“

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki

Til máls tók Margrét Þórarisdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókanir Umbótar:

Mál 6 í fundargerð bæjarráðs frá 29. júní 2023:

„Umbót vill árétta að ávallt þarf að gæta jafnræðis, hlutlægni og tryggja að allir sitji við sama borð. Ljóst þykir að breytingar hafa átt sér stað á lóðarmörkum á einni lóð í andstöðu við vilja Reykjaneshafnar sem er lóðareigandi og án samráðs. Hver heimilaði þá breytingu? Umbót óskar eftir skriflegu svari. Ekki er annað séð en að þarna sé um sambærilegt mál að ræða og ættu því að fá sambærilega meðferð þegar fyrirtæki eru að óska eftir lóðabreytingum.“

Mál 2 í fundargerð bæjarráðs frá 17. ágúst 2023:

„Þar sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er í mótun þá leggur Umbót til að gjaldaprósenta fasteignagjalda verði aðlöguð þannig að ekki komi til hækkana á fasteignagjöldum í ljósi þess að meðaltalshækkun á fasteignamati á Suðurnesjum er 18.8 %. Hækkanir á húsnæðisnæðislánum, orkugjöfum til húshitunar, samgöngutækjum og matvöru hefur verið íþyngjandi fyrir heimilin. Heimilin í bæjarfélaginu ráða ekki við frekari hækkanir.“

Mál 3 í fundargerð bæjarráðs frá 17. ágúst 2023:

„Ég mun sitja hjá í þessum lið þar sem ég hef miklar áhyggjur af þessu byggingarmagni á þessum reit. Umbót telur að Reykjansbær sé alls ekki tilbúinn í að þetta hverfi fari í uppbyggingu í bráð miðað við allar þær forsendur sem við höfum, eins og umferðarmálin, leikskóla, grunnskóla og holræsakerfið svo eitthvað sé nefnt.“

Mál 10 í fundargerð bæjarráðs frá 17. ágúst 2023:

„Ég var eiginlega orðlaus þegar þetta mál var kynnt fyrir okkur. Þessi vinnubrögð sem hafa átt sér stað í úthlutun lóða í Dalshverfi 3 eru alveg ótrúleg og gjörsamlega óásættanleg. Ég mun samþykkja þennan lið en meirihlutinn þarf svo sannarlega að endurskoða vinnubrögð sín.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Til máls tóku Guðbergur Reynisson, Kjartan Már Kjartansson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Margrét Þórarinsdóttir Umbót, Margrét A. Sanders, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Guðbergur Reynisson Sjálfstæðisflokki sitja hjá undir máli 3, fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1430. fundar bæjarráðs 17. ágúst 2023

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 18. ágúst 2023 (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 18. ágúst til sérstakrar samþykktar.

Fyrsta mál fundargerðarinnar Vallargata 7-11 - breyting á deiliskipulagi (2023010248). Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson og Guðný Birna Guðmundsdóttir. Samþykkt 11-0.
Annað mál fundargerðarinnar Aðaltorg - breyting á deiliskipulagi (2020060008) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þriðja mál fundargerðarinnar Dalshverfi III - breyting á deiliskipulagi (2019050472) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórða mál fundargerðarinnar Breyting á aðalskipulagi - lega háspennustrengja (2019060056) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Birkiteigur 23 - niðurstaða grenndarkynningar (2022120359) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Brekadalur 5 - fyrirspurn (2023070396) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Klettás 17 - gufubað (2023060329) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Njarðarvellir 6 - minnkun lóðar (2023080284) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Bergvegur 16 - ósk um lóðarstækkun (2023080126) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Hraunsvegur 12 - breyting á húsi (2023060001) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Erindi Körfuknattleiksdeildar UMFN um ljósaskilti (2023050078) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar Erindi Knattspyrnudeildar Keflavíkur um ljósaskilti (2023040293) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 320. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 18. ágúst 2023

3. Fundargerð velferðarráðs 8. ágúst 2023 (2023010015)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég tek undir með velferðarráði að þetta verkefni er mjög þarft. Það er ánægjulegt að Reykjanesbær er nú þegar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrun og það verkefni hefur gengið vel. Grundvallaratriði öldrunarþjónustu er það að gera hinum aldraða kleift að búa eins lengi heima og unnt er.
Margir aldraðir eiga enga nána ættingja sem eru í aðstöðu til að veita þeim reglulega hjálp og því er nauðsynlegt að hafa góða og virka heimaþjónustu og að heimaþjónustan og heimahjúkrun vinni vel saman sem eitt teymi. Þrátt fyrir heilsubrest og hækkandi aldur, á að gera hinum aldraða kleift að halda sem lengst áfram að vera hann sjálfur þ.e.a.s. að hinn aldraði hafi val og áhrif á þá þjónustu sem honum er veitt. Þjónustan við hinn aldraða þarf því að vera sem fjölbreyttust og í sem bestu samræmi við þarfir hans og óskir.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 423. fundar velferðarráðs 8. ágúst 2023

4. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 10. ágúst 2023 (2023080175)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1. fundar Eignasjóðs 10. ágúst 2023

5. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 15. ágúst 2023 (2023010010)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 172. fundar ÍT 15. ágúst 2023

6. Breyting á samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar – fyrri umræða (2023060022)

Forseti fór yfir breytingar að endurskoðaðri samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðbergur Reynisson.

Framlögð samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 5. september 2023.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.