660. fundur

03.10.2023 17:00

660. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 3. október 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Friðjón Einarsson boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hann.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 21. og 28. september 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson, Sverrir Bergmann Magnússon og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1435. fundar bæjarráðs 21. september 2023
Fundargerð 1436. fundar bæjarráðs 28. september 2023

2. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 19. september 2023 (2023080175)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 2. fundar stjórnar Eignasjóðs 19. september 2023

3. Fundargerð lýðheilsuráðs 19. september 2023 (2023010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 41. fundar lýðheilsuráðs 19. september 2023

4. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 21. september 2023 (2023010013)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Alexander Ragnarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 278. fundar atvinnu- og hafnarráðs 21. september 2023

5. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 22. september 2023 (2023010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Hjörtur Magnús Guðbjartsson og Guðbergur Reynisson.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir, (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 3 í fundargerð menningar- og þjónusturáðs frá 22. september 2023:

„Ég fagna því að menningar- og þjónusturáð telur að það sé tími til kominn að endurskoða Ferðamálastefnu Reykjanesbæjar. Umbót leggur til við ráðið að það hugi að staðsetningu fyrir möguleg tjaldsvæði en eins og við öll vitum þá eru engin tjaldsvæði hér í sveitarfélaginu. Þetta hefur oft verið rætt að tjaldvæði vanti en aldrei komið til framkvæmdar. Það er í raun óskiljanlegt að það skuli ekki vera nú þegar til aðstaða fyrir Íslendinga sem eru á faraldsfæti með hjólhýsi, fellihýsi eða tjöld.

Ekki er hægt að einblína bara á hótelin í bænum, þó þau gegni mikilvægu hlutverki fyrir okkur öll. Reykjanesbær verður að standa undir merkjum að geta boðið upp á margvíslega gistimöguleika eins og t.d. sveitarfélagið Árborg sem er með framúrskarandi tjaldstæði sem hefur sett það sveitarfélag í fyrsta flokk þegar kemur að Landsmótum UMFÍ, hestamannamótum og fleiri landsviðburðum.

Það er grundvallarþjónusta að hvert bæjarfélag reki tjaldsvæði. Slíkt eflir og frjóvgar hvert samfélag, eykur þjónustu og listalíf. Það er öllum til hagsbóta að tjaldsvæði verði að veruleika fyrir næsta sumar.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Guðbergur Reynisson, Bjarni Páll Tryggvason, Margrét A. Sanders og Sverrir Bergmann Magnússon.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 47. fundar menningar- og þjónusturáðs 22. september 2023

6. Búnaður sjúkraþjálfunar á Nesvöllum (2023020653)

Tekin fyrir bókun Sjálfstæðisflokks frá bæjarstjórnarfundi 19. september 2023.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Margrét A. Sanders.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:05