661. fundur

17.10.2023 17:00

661. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll 17. október 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Díana Hilmarsdóttir boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hana.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hann.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 5. og 12. október 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 3 í fundargerð bæjarráðs frá 12. október 2023:

„Sjálfstæðisflokkurinn telur að tímabundinn aukavagn á leið R3 með kostnaði uppá 7 milljónir eigi ekki að vera greitt af bæjarsjóði þar sem ástæða aukavagns er fjöldi flóttafólks er nýta sér þessa leið.“

Margrét Sanders(D), Birgitta Rún Birgisdóttir(D), Alexander Ragnarsson (D)

Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1437. fundar bæjarráðs 5. október 2023
Fundargerð 1438. fundar bæjarráðs 12. október 2023

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 6. og 13. október (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 6. október til sérstakrar samþykktar.

Sjötta mál fundargerðarinnar Aðaltorg - breyting á aðalskipulagi (2019060056). Samþykkt 10-0, Alexander Ragnarsson greiddi ekki atkvæði.

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 13. október til sérstakrar samþykktar.

Fimmta mál fundargerðarinnar Iðavellir 11 og 11b - bygging (2023090413) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjötta mál fundargerðarinnar Huldudalur 29-33 - fjölgun íbúða (2023090392) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Njarðarbraut 1 - skýli (2023090415) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Vatnsnesvegur 12 og 14 (2023090605) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Hólmbergsbraut 13 – breyting á skipulagi (2023090353) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Hringbraut 82 - bílskúr (2023090435) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Fitjaás 16 (2023080615) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Grænigarður 12 - bílskúr (2023100057) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sextánda mál fundargerðarinnar Heiðarbakki 5 - bílastæði (2023060418) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sautjánda mál fundargerðarinnar Nónvarða 5 - bílastæði (2023060418) samþykkt 11-0 án umræðu.
Átjánda mál fundargerðarinnar Faxabraut 49 gistiheimili - grenndarkynningu lokið (2023070114) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tuttugusta mál fundargerðarinnar Hátún 1 gistiheimili - umsögn (2023090329) samþykkt 11-0 án umræðu.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókanir:

Mál 7 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. október 2023:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að fullt samráð verði við íþróttafélögin um breytingar á skipulagi á þeirra svæðum. Einnig er mikilvægt að framtíðarskipulag íþróttasvæðis Afreksbrautar ásamt svæðum Njarðvíkur og Keflavíkur verði unnið í heild sinni.“

Mál 4 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. október 2023:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á það að unnið sé með aðilum að atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ. Ef umsókn um frekari umsvif fyrirtækja er að ræða teljum við mikilvægt að fundað verði með forsvarsmönnum og fundnar lausnir í sameiningu þannig að við missum ekki fyrirtæki úr bænum.“

Margrét Sanders(D), Birgitta Rún Birgisdóttir(D), Alexander Ragnarsson (D)

Til máls tóku Róbert Jóhann Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson og Bjarni Páll Tryggvason

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 3 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. október 2023:

„Ég vil þakka bæjarfulltrúa og formanni umhverfis- og skipulagsráðs Róberti Guðmundssyni fyrir svarið. Ég mun þiggja boð umhverfis- og skipulagsráðs um að mæta á fund samráðnefndar um þróun hafnarsvæða. Mögulega getur sú nefnd vonandi svaraði mér um mismunandi afgreiðslu á stækkun lóðar á Fitjabraut 3 og annarsvegar Fitjabraut 5. Þar sem mínum spurningum hefur alls ekki verið svarað af umhverfis og skipulagssviði.“

Margrét Þórarinsdóttir, Umbót

Margrét A. Sanders (D), Alexander Ragnarsson (D) og Birgitta Rún Birgisdóttir (D) sitja hjá í fjórða máli frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. október 2023. Fundargerðirnar samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 6. október 2023
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 13. október 2023

3. Fundargerð sjálfbærniráðs 11. október 2023 (2023010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Alexander Ragnarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir.

Margrét A. Sanders (D) bar upp tillögu að vísa 6. máli um staðsetningu sjálfbærniráðs til frekari umfjöllunar í bæjarráði. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir. Tillagan samþykkt 11-0.

Til máls tók Alexander Ragnarsson.

Alexander Ragnarsson (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U) sitja hjá undir fimmta máli fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 44. fundar sjálfbærniráðs 11. október 2023

4. Fundargerð menntaráðs 13. október 2023 (2023010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) sem bar upp tillögu um að annað mál fundargerðarinnar um frístundaakstur verði ekki borin undir samþykkt þar sem eftir á að ræða málið hjá íþrótta- og tómstundaráði. Samþykkt 11-0.

Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 366. fundar menntaráðs 13. október 2023

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.