664. fundur

05.12.2023 17:00

664. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Bíósal Duushúsa, 5. desember 2023, kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerðir bæjarráðs 23. og 30. nóvember 2023 (2023010005)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Margrét A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 1 frá fundargerðum bæjarráðs 23. og 30. nóvember:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að gæta hófs í skattlagningu á fólk og fyrirtæki. Nú liggur fyrir að fasteignamat á íbúðir og fyrirtæki hækkar vel umfram verðlag eða um 12,6%. Til þess að svo verði ekki leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að skattur á íbúðahúsnæði og fyrirtæki lækki um í heild 170 milljónir og verði 0,22% á íbúðahúsnæði og 1,4% af fyrirtækjum.
Þar sem tekjur hafa stórlega verið vanáætlaðar síðustu ár teljum við rétt að hækka tekjuáætlun þannig að hægt sé að standa undir þessari lækkun. Í 9 mánaða uppgjöri Reykjanesbæjar 2023 eru tekjur bæjarins 3 milljörðum yfir áætlun, árið 2022 voru tekjur 3,4 milljörðum yfir áætlun og 2021 voru tekjur 2,4 milljörðum yfir áætlun. Því teljum við borð fyrir báru að hækka ekki fasteignaskatta umfram verðlag.“

Margrét Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D).

Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1444. fundar bæjarráðs 23. nóvember 2023
Fundargerð 1445. fundar bæjarráðs 30. nóvember 2023

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 1. desember 2023 (2023010014)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 1. desember til sérstakrar samþykktar.

Sjötta mál fundargerðarinnar Fitjaás 16 - niðurstaða grenndarkynningar (2023080615) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Hafnargata 57 - stækkun (2023040291) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Flugvellir 9-13 - fyrirkomulag á lóð (2021100200) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Huldudalur 5, 7 og 9 - aukið byggingarmagn (2023110394) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Huldudalur 23, 25 og 27 - fyrirspurn um fjölgun íbúða (2023110434) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Keilisbraut 762- viðbygging (2022110633) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbergur Reynisson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 328. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 1. desember 2023

3. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 16. nóvember 2023 (2023080175)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 4. fundar stjórnar Eignasjóðs 16. nóvember 2023

4. Fundargerð lýðheilsuráðs 21. nóvember 2023 (2023010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 43. fundar lýðheilsuráðs 21. nóvember 2023

5. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 23. nóvember 2023 (2023010013)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 280. fundar atvinnu- og hafnarráðs 23.11.2023

6. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 24. nóvember 2023 (2023010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sverrir Bergmann Magnússon.

Til máls tók Guðbergur Reynisson og lagði fram eftirfarandi bókun undir fundargerð menningar- og þjónusturáðs frá 24. nóvember 2023:

„Sjálfstæðisflokkurinn tekur undir hamingjuóskir Menningar og þjónusturáðs til Leikfélags Keflavíkur vegna skemmtilegrar uppsetningar á leikritinu Jólasaga og 70 ára afmælistónleika Karlakórsins.

Og við viljum bæta við hamingju óskum til Danskompanís sem hélt um nýliðna helgi jólasýningu í Andrews á Ásbrú. 370 nemendur og yfir 30 kennarar og starfsmenn skemmtu í kringum 900 manns í tveimur sýningum.

Sjálfstæðisflokkurinn við þetta tækifæri ítreka mikilvægi þess að auka öryggi barnanna okkar við dimman og umferðarþungann Brekkutíginn þar sem Danskompaní er til húsa, svo sem með þrengingum eða einstefnu.“

Margrét Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D).

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Til máls tók Helga Jóanna Oddsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun undir fundargerð menningar- og þjónusturáðs frá 24. nóvember 2023:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að markaðsstarf sveitarfélagsins og málefni ferðaþjónustunnar verði færð undir atvinnu- og hafnarráð. Ljóst er að það var gæfuspor þegar atvinnumálin voru færð undir atvinnu- og hafnarráð fyrr á árinu. Kostnaður við atvinnumál lækkaði til muna og má gera ráð fyrir að aukin skilvirkni og árangur geti orðið við flutning ofangreindra verkefna.

Þau verkefni sem ráðast þarf í á vettvangi markaðs- og ferðamála eru fyrst og fremst tengd atvinnuuppbyggingu og nánu samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu innan sveitarfélagsins.“

Margrét Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D).

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 49. fundar menningar- og þjónusturáðs 24. nóvember 2023

7. Breyting á hafnarreglugerð Reykjaneshafnar - síðari umræða (2020040160)

Forseti fór yfir breytingar á endurskoðaðri reglugerð Reykjaneshafnar.

Forseti gaf orðið laust. Enginn fundarmanna tók til máls.

Hafnarreglugerð Reykjaneshafnar samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45