666. fundur

21.12.2023 10:00

666. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar - aukafundur, haldinn að Tjarnargötu 12, 21. desember 2023, kl. 10:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Trausti Arngrímsson og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Trausti Arngrímsson sat fyrir hana.

1. Breyting á álagningarhlutfalli útsvars (2023120239)

Forseti tók til máls og fór yfir málið.

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15. desember 2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15. desember 2023, samþykkir sveitarfélagið Reykjanesbær að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.
Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna.

Samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk ásamt bókunum


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10.